Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt. 6.9.2021 10:31
Boðar áframhald aðgerða á landamærunum Takmarkanir á landamærunum eru forsenda þess að hægt sé að slaka á innanlands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann segir yfirstandandi bylgju á hægri niðurleið. 6.9.2021 08:36
Hyggjast heimila varðveislu eggja, sæðis og fósturvísa í 55 ár Til stendur að heimila varðveislu frosinna eggja, sæðis og fósturvísa í allt að 55 ár í Bretlandi. Hingað til hefur hámarks varðveislutíminn verið tíu ár en ráðamenn segja breytinguna munu veita einstaklingum meira val um það hvenær þeir stofna fjölskyldu. 6.9.2021 07:56
Níu ná manni inn en aðeins fjórir fá yfir 10 prósent Níu flokkar ná mönnum inn á Alþingi í komandi kosningum, ef marka má nýja skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Morgunblaðið og mbl.is. Aðeins fjórir fá meira en 10 prósent fylgi. 6.9.2021 06:38
Sjö stöðvaðir við vímuefnaakstur Um klukkan 19 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um slagsmál á bar í póstnúmerinu 108. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og þolandinn fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. 6.9.2021 06:12
Ekki vitað hvort og hvar 279 börn á grunnskólaaldri stunda nám Ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá. 3.9.2021 12:48
Lögmaður Kolbeins spyr: Á hann skilið að missa æruna og lífsviðurværið? Kolbeinn Sigþórsson stendur frammi fyrir því að missa lífsviðurværi sitt og vera útskúfaður úr samfélaginu vegna atviks sem átti sér stað fyrir fjórum árum og hann hefur gert upp og beðist afsökunar á. 3.9.2021 11:49
Níu þúsund einkamál höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt Um 9.000 einkamál hafa verið höfðuð vegna kynferðisofbeldis eftir að löggjafinn í New York ákvað að opna tveggja ára glugga þar sem þolendur gætu sótt rétt sinn jafnvel þótt fyrningarfrestur mála þeirra væri liðinn. 3.9.2021 11:05
Er sama þótt hann nái ekki kjöri og kallar Þórhildi Sunnu „krakkafjanda“ Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segist alveg sama þótt fólk kjósi hann ekki í alþingiskosningunum; hann hafi nóg annað fyrir stafni. Þá sé honum í blóð borið að vera ekki eins og aðrir og því tali hann hreint út um hlutina. 3.9.2021 09:33
Ráðherra sker upp herör gegn neyslu glaðlofts Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur greint frá því að hún hyggist láta rannsaka áhrif notkunar ungmenna á nituroxíði, sem einnig er kallað glaðloft eða hláturgas. Til greina kemur að gera notkunina ólöglega. 3.9.2021 07:56