Níu þúsund einkamál höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 11:05 Þúsundir málanna snúa að meintum brotum presta og átta biskupsdæmi í New York hafa þegar lýst gjaldþroti sökum þeirra fjárhagslegu byrða sem brot hafa valdið þeim. epa/Justin Lane Um 9.000 einkamál hafa verið höfðuð vegna kynferðisofbeldis eftir að löggjafinn í New York ákvað að opna tveggja ára glugga þar sem þolendur gætu sótt rétt sinn jafnvel þótt fyrningarfrestur mála þeirra væri liðinn. Lögin tóku gildi árið 2019 og gengu úr gildi 14. ágúst síðastliðinn en á þeim tíma voru 9.200 mál höfðuð fyrir dómstólum. Meðal ásökuðu eru Andrés Bretaprins og Bob Dylan. Þrátt fyrir fjöldann er talið að aðeins sé um að ræða lítinn hluta brota en rannsóknir benda til að ein af hverjum fimm stúlkum í Bandaríkjunum og einn af hverjum þrettán drengum séu kynferðislega misnotuð. Rannsóknir benda einnig til þess að aðeins þriðjungur þolenda tjái sig um ofbeldið áður en hann nær fullorðinsaldri, að þriðjungur geri það á fullorðinsárum og að þriðjungur segi aldrei frá. Ótti við viðbrögðin, við að vera ekki tekinn trúanlegur og skömm eru meðal þeirra þátta sem verða til þess að fólk uppljóstrar ekki um ofbeldið. Þá getur það tekið börn tíma að átta sig á því að brotið var á þeim. Meðal þeirra sem nýttu gluggann til að höfða mál er hinn 52 ára David Ferrick. Hann var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans hvatti hann til að leita til prestsins þeirra. Þótti henni drenginn vanta föðurlega leiðsögn. Presturinn misnotaði traust Ferrick, fór með hann inn í svefnherbergi og braut á honum. Presturinn er einn af 24 prestum sem sæta hópmálsókn sem var höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt. Kærur á hendur prestum, sem lagðar voru fram fyrir 14. ágúst, nema þúsundum en andstaða gegn niðurfellingu fyrningarfrestsins var ekki síst meðal þeirra sem óttuðust að málin myndu kosta kaþólsku kirkjuna óheyrilegar upphæðir. Átta biskupsdæmi í New York hafa þegar neyðst til að lýsa sig gjaldþrota vegna kostnaðar sem hefur fallið til vegna kynferðisbrota presta og annarra starfsmanna. Óbreytt er löggjöfin í New York þannig að ungt fólk getur sótt einkamál á hendur meintum kynferðisbrotamönnum þar til það verður 21 árs. Hvað varðar sakamál er fyrningarfresturinn enn styttri. Í Maine og Vermont fyrnast kynferðisbrot alls ekki en í Norður-Dakóta og Oregon verða þolendur að höfða mál áður en þeir verða 40 ára, svo önnur dæmi séu tekin. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Bandaríkin Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Lögin tóku gildi árið 2019 og gengu úr gildi 14. ágúst síðastliðinn en á þeim tíma voru 9.200 mál höfðuð fyrir dómstólum. Meðal ásökuðu eru Andrés Bretaprins og Bob Dylan. Þrátt fyrir fjöldann er talið að aðeins sé um að ræða lítinn hluta brota en rannsóknir benda til að ein af hverjum fimm stúlkum í Bandaríkjunum og einn af hverjum þrettán drengum séu kynferðislega misnotuð. Rannsóknir benda einnig til þess að aðeins þriðjungur þolenda tjái sig um ofbeldið áður en hann nær fullorðinsaldri, að þriðjungur geri það á fullorðinsárum og að þriðjungur segi aldrei frá. Ótti við viðbrögðin, við að vera ekki tekinn trúanlegur og skömm eru meðal þeirra þátta sem verða til þess að fólk uppljóstrar ekki um ofbeldið. Þá getur það tekið börn tíma að átta sig á því að brotið var á þeim. Meðal þeirra sem nýttu gluggann til að höfða mál er hinn 52 ára David Ferrick. Hann var aðeins tíu ára gamall þegar móðir hans hvatti hann til að leita til prestsins þeirra. Þótti henni drenginn vanta föðurlega leiðsögn. Presturinn misnotaði traust Ferrick, fór með hann inn í svefnherbergi og braut á honum. Presturinn er einn af 24 prestum sem sæta hópmálsókn sem var höfðuð á meðan fyrningarfrestinum var aflétt. Kærur á hendur prestum, sem lagðar voru fram fyrir 14. ágúst, nema þúsundum en andstaða gegn niðurfellingu fyrningarfrestsins var ekki síst meðal þeirra sem óttuðust að málin myndu kosta kaþólsku kirkjuna óheyrilegar upphæðir. Átta biskupsdæmi í New York hafa þegar neyðst til að lýsa sig gjaldþrota vegna kostnaðar sem hefur fallið til vegna kynferðisbrota presta og annarra starfsmanna. Óbreytt er löggjöfin í New York þannig að ungt fólk getur sótt einkamál á hendur meintum kynferðisbrotamönnum þar til það verður 21 árs. Hvað varðar sakamál er fyrningarfresturinn enn styttri. Í Maine og Vermont fyrnast kynferðisbrot alls ekki en í Norður-Dakóta og Oregon verða þolendur að höfða mál áður en þeir verða 40 ára, svo önnur dæmi séu tekin. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Bandaríkin Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira