Lögmaður Kolbeins spyr: Á hann skilið að missa æruna og lífsviðurværið? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 11:49 „Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga?“ Kolbeinn Sigþórsson stendur frammi fyrir því að missa lífsviðurværi sitt og vera útskúfaður úr samfélaginu vegna atviks sem átti sér stað fyrir fjórum árum og hann hefur gert upp og beðist afsökunar á. Þetta segir Hörður Felix Halldórsson, lögmaður Kolbeins, í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú fyrir stundu. Hörður harðneitar að hafa beðið þolendurna í málinu að undirrita þagnarskyldusamning gegn greiðslu og segir Kolbein muna atvik öðruvísi en þær. Í grein sinni rekur Hörður hvernig stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein úr landsliðshópnum eftir að upp komst að hann hefði greitt konum bætur fyrir atvik sem áttu sér stað á skemmtistað fyrir fjórum árum, án samráðs við þjálfara. Umræðan hér heima hefði þó ekki aðeins haft áhrif innanlands, heldur sé víða erlendis fjallað um að Kolbeinn hafi verið ásakaður um „alvarleg ofbeldis- eða kynferðisbrot“, og að kallað hafi verið eftir því að atvinnurekandi Kolbeins, IFK Gautaborg, rifti samningnum við hann. Þá hefði Hörður sjálfur verið sakaður um að boða konurnar á fund til að skrifa undir þagnarskyldusamning en það sé allsendis ósatt. „Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma?“ Hörður segir rétt að tvær konur hefðu lagt fram kæru til lögreglu vegna „ætlaðrar“ háttsemi Kolbeins á skemmtistað. Knattspyrnumaðurinn hefði tekið kæruna alvarlega og leitað aðstoðar Harðar. „Minni hans og upplifun af atvikum þetta kvöld var talsvert önnur en kvennanna tveggja. Hann sýndi hins vegar ábyrgð og átti fund með konunum þar sem þær lýstu sinni upplifun. Hann sýndi því skilning og baðst innilegrar afsökunar á sínum þætti í málinu. Þá varð hann við öllum kröfum kvennanna um greiðslur og málinu var lokað í sátt og samlyndi,“ segir Hörður. Lögregla hafi fellt málin niður í kjölfarið. Nú standi Kolbeinn hins vegar frammi fyrir því að vera útskúfaður. „Stjórn KSÍ hefur gripið til þeirrar fordæmalausu ákvörðunar að taka fram fyrir hendur þjálfara liðsins og banna þeim að velja Kolbein til landsliðsverkefna. Á sama tíma er Kolbeinn í sínu besta formi, eftir margra ára erfið meiðsli, og var kominn hingað til lands til að leggja sitt af mörkum. Ákvörðunin hefur sem fyrr segir vakið athygli víða um heim og Kolbeinn, sem er atvinnumaður í knattspyrnu, stendur frammi fyrir því að missa hugsanlega lífsviðurværi sitt,“ segir Hörður. „Er þetta raunverulega það þjóðfélag sem við viljum lifa í?“ spyr hann. „Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga? Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma eða er það einfaldlega svo að ferill knattspyrnumanna sé á enda við hvers kyns hugsanlegar misfellur eða ásakanir? Það er mat undirritaðs að þessi ákvörðun stjórnar KSÍ hafi verið einstaklega misráðin en eflaust hefur sú geðshræring sem einkennt hefur alla umræðu í þjóðfélaginu undanfarna daga haft þar mikil áhrif.“ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43 „Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25 Harðkjarna stuðningmenn Gautaborgar krefjast þess að félagið losi sig við Kolbein Hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar, Ultras, krefjast þess að félagið rifti samningi sínum við Kolbein Sigþórsson. 2. september 2021 11:19 Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. 2. september 2021 08:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Þetta segir Hörður Felix Halldórsson, lögmaður Kolbeins, í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú fyrir stundu. Hörður harðneitar að hafa beðið þolendurna í málinu að undirrita þagnarskyldusamning gegn greiðslu og segir Kolbein muna atvik öðruvísi en þær. Í grein sinni rekur Hörður hvernig stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein úr landsliðshópnum eftir að upp komst að hann hefði greitt konum bætur fyrir atvik sem áttu sér stað á skemmtistað fyrir fjórum árum, án samráðs við þjálfara. Umræðan hér heima hefði þó ekki aðeins haft áhrif innanlands, heldur sé víða erlendis fjallað um að Kolbeinn hafi verið ásakaður um „alvarleg ofbeldis- eða kynferðisbrot“, og að kallað hafi verið eftir því að atvinnurekandi Kolbeins, IFK Gautaborg, rifti samningnum við hann. Þá hefði Hörður sjálfur verið sakaður um að boða konurnar á fund til að skrifa undir þagnarskyldusamning en það sé allsendis ósatt. „Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma?“ Hörður segir rétt að tvær konur hefðu lagt fram kæru til lögreglu vegna „ætlaðrar“ háttsemi Kolbeins á skemmtistað. Knattspyrnumaðurinn hefði tekið kæruna alvarlega og leitað aðstoðar Harðar. „Minni hans og upplifun af atvikum þetta kvöld var talsvert önnur en kvennanna tveggja. Hann sýndi hins vegar ábyrgð og átti fund með konunum þar sem þær lýstu sinni upplifun. Hann sýndi því skilning og baðst innilegrar afsökunar á sínum þætti í málinu. Þá varð hann við öllum kröfum kvennanna um greiðslur og málinu var lokað í sátt og samlyndi,“ segir Hörður. Lögregla hafi fellt málin niður í kjölfarið. Nú standi Kolbeinn hins vegar frammi fyrir því að vera útskúfaður. „Stjórn KSÍ hefur gripið til þeirrar fordæmalausu ákvörðunar að taka fram fyrir hendur þjálfara liðsins og banna þeim að velja Kolbein til landsliðsverkefna. Á sama tíma er Kolbeinn í sínu besta formi, eftir margra ára erfið meiðsli, og var kominn hingað til lands til að leggja sitt af mörkum. Ákvörðunin hefur sem fyrr segir vakið athygli víða um heim og Kolbeinn, sem er atvinnumaður í knattspyrnu, stendur frammi fyrir því að missa hugsanlega lífsviðurværi sitt,“ segir Hörður. „Er þetta raunverulega það þjóðfélag sem við viljum lifa í?“ spyr hann. „Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga? Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma eða er það einfaldlega svo að ferill knattspyrnumanna sé á enda við hvers kyns hugsanlegar misfellur eða ásakanir? Það er mat undirritaðs að þessi ákvörðun stjórnar KSÍ hafi verið einstaklega misráðin en eflaust hefur sú geðshræring sem einkennt hefur alla umræðu í þjóðfélaginu undanfarna daga haft þar mikil áhrif.“
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43 „Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25 Harðkjarna stuðningmenn Gautaborgar krefjast þess að félagið losi sig við Kolbein Hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar, Ultras, krefjast þess að félagið rifti samningi sínum við Kolbein Sigþórsson. 2. september 2021 11:19 Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. 2. september 2021 08:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43
„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25
Harðkjarna stuðningmenn Gautaborgar krefjast þess að félagið losi sig við Kolbein Hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar, Ultras, krefjast þess að félagið rifti samningi sínum við Kolbein Sigþórsson. 2. september 2021 11:19
Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. 2. september 2021 08:00