Er sama þótt hann nái ekki kjöri og kallar Þórhildi Sunnu „krakkafjanda“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 09:33 Glúmur fer ófögrum orðum um Þórhildi Sunnu á Facebook. Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segist alveg sama þótt fólk kjósi hann ekki í alþingiskosningunum; hann hafi nóg annað fyrir stafni. Þá sé honum í blóð borið að vera ekki eins og aðrir og því tali hann hreint út um hlutina. Glúmur Baldvinsson birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann fjallar um reynslu sína af tvennum kappræðum. Segist hann meðal annars, að þrátt fyrir getgátur um annað, hafi hann í bæði skiptin gert þau mistök að hafa mætt alsgáður. Þá sagði hann forvitnilegt að mæta pólitískum keppinautum í sminkinu en gaf þeim misgóðar einkunn. „Nú hef ég mætt í kappræður í sjónvarpi og útvarpi tvo daga í röð. Svo óheppilega vildi til að í bæði skiptin mætti ég alsgáður og edrú. Það hefði ég aldrei átt að gera því leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér,“ segir Glúmur. Að hans sögn tóku honum vel Inga Sæland og Bjarni Ben og þá kom honum á óvart hversu Logi Einarsson var viðkunnanlegur. „Þorgerður tók mér með kulda og Sunna þessi virti mig ekki viðlits. Heilsaði ekki einu sinni. Smári minn gamli ritstjóri heilsaði ekki þrátt fyrir að við höfum þekkst í tæp 30 ár,“ segir Glúmur. Sigurður Ingi hafi verið vingjarnlegur en Sigmundur hans „besti vinur“ og gefið honum góð ráð. Nokkrar umræður hafa skapast um Facebook-færslu Glúms en þar segir Ragnar nokkur Jónasson hápunktinn hafa verið þegar Glúmur þaggaði í „píratakvikindinu“. „Ég ætlaði ekki að vera ókurteis gagnvart henni en hún truflaði mig í miðri setningu. Og ég sagði bara: Í Guðs bænum leyfðu mér að klára. En nú er sagt á fjölmiðlum að ég hafi sagt krakkfjandanum að þegja. Allt afbakað,“ svara Glúmur. Þá segir hann að sem betur fer hafi hann ekki verið sakaður um að áreita Sunnu og aðrar konur kynferðislega. Á hann þar við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. „Þá fyrst hefði fjandinn orðið laus,“ segir hann. Uppfært kl. 10.30: Þórhildur hefur tjáð sig um málið á Facebook. Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Píratar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Glúmur Baldvinsson birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann fjallar um reynslu sína af tvennum kappræðum. Segist hann meðal annars, að þrátt fyrir getgátur um annað, hafi hann í bæði skiptin gert þau mistök að hafa mætt alsgáður. Þá sagði hann forvitnilegt að mæta pólitískum keppinautum í sminkinu en gaf þeim misgóðar einkunn. „Nú hef ég mætt í kappræður í sjónvarpi og útvarpi tvo daga í röð. Svo óheppilega vildi til að í bæði skiptin mætti ég alsgáður og edrú. Það hefði ég aldrei átt að gera því leiðinlegri þætti hef ég aldrei áður þurft að standa af mér,“ segir Glúmur. Að hans sögn tóku honum vel Inga Sæland og Bjarni Ben og þá kom honum á óvart hversu Logi Einarsson var viðkunnanlegur. „Þorgerður tók mér með kulda og Sunna þessi virti mig ekki viðlits. Heilsaði ekki einu sinni. Smári minn gamli ritstjóri heilsaði ekki þrátt fyrir að við höfum þekkst í tæp 30 ár,“ segir Glúmur. Sigurður Ingi hafi verið vingjarnlegur en Sigmundur hans „besti vinur“ og gefið honum góð ráð. Nokkrar umræður hafa skapast um Facebook-færslu Glúms en þar segir Ragnar nokkur Jónasson hápunktinn hafa verið þegar Glúmur þaggaði í „píratakvikindinu“. „Ég ætlaði ekki að vera ókurteis gagnvart henni en hún truflaði mig í miðri setningu. Og ég sagði bara: Í Guðs bænum leyfðu mér að klára. En nú er sagt á fjölmiðlum að ég hafi sagt krakkfjandanum að þegja. Allt afbakað,“ svara Glúmur. Þá segir hann að sem betur fer hafi hann ekki verið sakaður um að áreita Sunnu og aðrar konur kynferðislega. Á hann þar við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. „Þá fyrst hefði fjandinn orðið laus,“ segir hann. Uppfært kl. 10.30: Þórhildur hefur tjáð sig um málið á Facebook.
Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Píratar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira