„Þetta er algjör vitleysa!“ „Þetta er algjör vitleysa!“ hrópaði Robert De Niro í réttarsal í New York í gær, þegar hann bar vitni í dómsmáli sem fyrrverandi starfsmaður leikarans höfðaði gegn honum. 31.10.2023 08:15
Jane Goodall hvetur Íslendinga til dáða í umsögn um hvalveiðibann Dr Jane Goodall, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir rannsóknir sínar á fremdardýrum, eða prímötum og þá sérstaklega simpönsum, hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem þingmenn eru hvattir til dáða. 31.10.2023 07:08
„Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31.10.2023 06:33
Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30.10.2023 12:19
„Mér finnst þetta mjög langt frá því að vera eðlilegt“ „Ég á rosalega erfitt með að ímynda mér að þetta standist siðferðilegar kröfur háskólans og spítalans. Og ef það er þannig að þetta stenst þær reglur þá þarf að endurskoða þær.“ 30.10.2023 10:43
Svæðinu umhverfis skakka turninn í Bologna lokað Borgaryfirvöld í Bologna á Ítalíu hafa ákveðið að loka torginu umhverfis Garisenda-turninn í nokkur ár, þar sem áhyggjur eru uppi af því hversu mikið turninn hallar. 30.10.2023 08:46
Portúgölsk lögregluyfirvöld biðja foreldra Madeleine afsökunar Sendinefnd háttsettra lögreglufulltrúa frá Portúgal ferðaðist til Bretlands fyrr á þessu ári til að biðja Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine McCann, afsökunar á því hvernig rannsóknin á hvarfi dóttur þeirra fór fram og hvernig komið var fram við fjölskylduna. 30.10.2023 07:59
„Hvalir framleiða ekki súrefni“ Hafrannsóknarstofnun hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem stofnunin tekur ekki formlega afstöðu með eða á móti en gagnrýnir harðlega staðhæfingar í greinargerð með frumvarpinu. 30.10.2023 07:07
Gerðu árásir á 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum Ísraelsher segist hafa gert árásir á um 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum, meðal annars í nágrenni við Al-Azhar háskólanum sem stendur nærri miðborg Gasa borgar. 30.10.2023 06:48
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys í Fukushima-kjarnorkuverinu Fjórir starfsmenn kjarnorkuverksins í Fukushima fengu á sig geislamengað vatn á miðvikudag og voru tveir þeirra fluttir á sjúkrahús í varúðarskyni. 27.10.2023 11:11