Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 06:55 Myndin birtist í fjölmiðlum um allan heim en hefur nú verið afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að henni hefur verið breytt. Vilhjálmur Bretaprins Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. „Kill notice“ felur í sér afturköllun myndarinnar en þetta þýðir í raun að myndaveiturnar treysta sér ekki lengur til að selja notendum sínum umrædda mynd, af einhverjum ástæðum. Associated Press, Agence France-Press og Reuters eru meðal þeirra fréttaveitna sem hafa afturkallað myndina en hún birtist upphaflega á samfélagsmiðlasíðum Katrínar og Vilhjálms Bretarprins. Var Vilhjálmur sagður höfundur myndarinnar. Samkvæmt talsmanni AP var myndin dregin til baka eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og sást það á annarri peysuermi Karlottu prinsessu. Reuters gaf út yfirlýsingu vegna ákvörðunarinnar og var þar vísað til sömu ástæðu en ekki væri vitað hvers vegna átt var við myndina né hver hefði gert það. Ef vel er að gáð má sjá að það vantar hluta af stroffinu á peysuermi Karlottu. Þarna er eins og átt hafi verið við myndina og ermin máðst út eða færst til. Fréttaveitan PA hefur ekki dregið myndina til baka en segist hafa leitað skýringa hjá Kensington-höll. Strangar reglur gilda um meðferð fréttaljósmynda og yfirleitt er aðeins leyfilegt að gera smávægilegar breytingar á til að mynda lit og skerpu til að gera þær greinilegri. Ekki er heimilt að gera „efnislegar“ breytinar á þeim. Umrædd mynd er fyrsta myndin sem birt er af Katrínu síðan um jólin og eftir að hún gekkst undir aðgerð í Lundúnum á dögunum. Ekki hefur verið greint frá því um hvers konar aðgerð var að ræða og hefur það vakið miklar vangaveltur um heilsu prinsessunnar. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) Kóngafólk Bretland Ljósmyndun Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
„Kill notice“ felur í sér afturköllun myndarinnar en þetta þýðir í raun að myndaveiturnar treysta sér ekki lengur til að selja notendum sínum umrædda mynd, af einhverjum ástæðum. Associated Press, Agence France-Press og Reuters eru meðal þeirra fréttaveitna sem hafa afturkallað myndina en hún birtist upphaflega á samfélagsmiðlasíðum Katrínar og Vilhjálms Bretarprins. Var Vilhjálmur sagður höfundur myndarinnar. Samkvæmt talsmanni AP var myndin dregin til baka eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og sást það á annarri peysuermi Karlottu prinsessu. Reuters gaf út yfirlýsingu vegna ákvörðunarinnar og var þar vísað til sömu ástæðu en ekki væri vitað hvers vegna átt var við myndina né hver hefði gert það. Ef vel er að gáð má sjá að það vantar hluta af stroffinu á peysuermi Karlottu. Þarna er eins og átt hafi verið við myndina og ermin máðst út eða færst til. Fréttaveitan PA hefur ekki dregið myndina til baka en segist hafa leitað skýringa hjá Kensington-höll. Strangar reglur gilda um meðferð fréttaljósmynda og yfirleitt er aðeins leyfilegt að gera smávægilegar breytingar á til að mynda lit og skerpu til að gera þær greinilegri. Ekki er heimilt að gera „efnislegar“ breytinar á þeim. Umrædd mynd er fyrsta myndin sem birt er af Katrínu síðan um jólin og eftir að hún gekkst undir aðgerð í Lundúnum á dögunum. Ekki hefur verið greint frá því um hvers konar aðgerð var að ræða og hefur það vakið miklar vangaveltur um heilsu prinsessunnar. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales)
Kóngafólk Bretland Ljósmyndun Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent