Katrín játar að hafa átt við myndina og biðst afsökunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 10:52 Myndin af Katrínu og börnunum var sú fyrsta sem birt var eftir að prinsessan gekkst undir aðgerð á kviðarholi á dögunum. Þögn konungsfjölskyldunnar um aðgerðina hefur að sjálfsögðu ýtt undir alls kyns kjaftasögur og samsæriskenningar. AP/Kin Cheung Katrín prinsessa af Wales hefur beðist afsökunar á því að hafa deilt breyttri mynd af sér og börnum sínum. Myndin var afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana. „Líkt og margir áhugaljósmyndarar geri ég stundum tilraunir með myndvinnslu. Ég vil biðjast afsökunar á hverjum þeim ruglingi sem fjölskyldumyndin sem við deildum í gær kann að hafa valdið. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag,“ segir Katrín í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Like many amateur photographers, I do occasionally experiment with editing. I wanted to express my apologies for any confusion the family photograph we shared yesterday caused. I hope everyone celebrating had a very happy Mother s Day. C— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 11, 2024 Myndin sem birtist í fjölmiðlum út um allan heim í gær var tekin af Vilhjálmi en það er Katrín sem er þekkt fyrir áhuga sinn á ljósmyndun og hefur tekið flestar af þeim myndum sem konungsfjölskyldan hefur deilt af börnum þeirra hjóna. Myndaveitur gáfu út svokallaða „kill notice“ vegna myndarinnar skömmu eftir að hún fór í dreifingu en slíkar afturkallanir geta meðal annars þýtt að eitthvað sé að myndinni. Þeir miðlar sem keypt hafa myndina af viðkomandi veitu eru þá beðnir um að taka hana úr birtingu. Að þessu sinni var ákvörðunin tekin vegna þess að við nánari skoðun kom í ljós að átt hafði verið við myndina. Skýring Katrínar gefur til kynna að eftir að Vilhjálmur tók myndina hafi hún átt við hana í myndvinnsluforriti. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er myndin enn merkt „Photo Kill“ í myndabanka AP. Bretland Kóngafólk Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira
„Líkt og margir áhugaljósmyndarar geri ég stundum tilraunir með myndvinnslu. Ég vil biðjast afsökunar á hverjum þeim ruglingi sem fjölskyldumyndin sem við deildum í gær kann að hafa valdið. Ég vona að allir hafi átt góðan mæðradag,“ segir Katrín í skilaboðum á samfélagsmiðlum. Like many amateur photographers, I do occasionally experiment with editing. I wanted to express my apologies for any confusion the family photograph we shared yesterday caused. I hope everyone celebrating had a very happy Mother s Day. C— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 11, 2024 Myndin sem birtist í fjölmiðlum út um allan heim í gær var tekin af Vilhjálmi en það er Katrín sem er þekkt fyrir áhuga sinn á ljósmyndun og hefur tekið flestar af þeim myndum sem konungsfjölskyldan hefur deilt af börnum þeirra hjóna. Myndaveitur gáfu út svokallaða „kill notice“ vegna myndarinnar skömmu eftir að hún fór í dreifingu en slíkar afturkallanir geta meðal annars þýtt að eitthvað sé að myndinni. Þeir miðlar sem keypt hafa myndina af viðkomandi veitu eru þá beðnir um að taka hana úr birtingu. Að þessu sinni var ákvörðunin tekin vegna þess að við nánari skoðun kom í ljós að átt hafði verið við myndina. Skýring Katrínar gefur til kynna að eftir að Vilhjálmur tók myndina hafi hún átt við hana í myndvinnsluforriti. Þess má geta að þegar þetta er skrifað er myndin enn merkt „Photo Kill“ í myndabanka AP.
Bretland Kóngafólk Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira