Tilgangur þeirra er að einfalda reglur um myndavélar og forgangsraða einkalífi gesta.
Samkvæmt umfjöllun BBC hafa gestir kvartað yfir öryggismyndavélum innandyra en hingað til hafa þær verð leyfðar í sameiginlegum rýmum á borð við stofur og ganga. Eigendur hafa þá þurft að taka skýrt fram í auglýsingu sinni að umrætt rými sé vaktað.
Nýju reglurnar fela einnig í sér bann gegn öryggismyndavélar utandyra, þegar þeim er beint inn í íbúðarrýmið. Myndavélar við dyrabjölluna og hávaðamælar innanhúss verða leyfð áfram.
Í yfirlýsingu frá Airbnb segir að breytingarnar muni hafa áhrif á tiltölulega fáa, þar sem flestar íbúðir séu myndavélalausar.