Segir átökin munu vara fjórar til átta vikur til viðbótar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. mars 2024 07:56 Netanyahu á bæði í stríði á Gasa og heima fyrir en hörð mótmæli hafa brotist út í Tel Aviv og víðar þar sem kallað er eftir kosningum og frelsun gíslana í haldi Hamas. AP/Ariel Schalit Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað þeirri staðhæfingu Joe Biden Bandaríkjaforseta að aðgerðir Ísraelsmanna á Gasa séu að gera þeim meiri skaða en þau eru að hjálpa þeim. Biden sagði í samtali við MSNBC um helgina að Netanyahu þyrfti að vera meðvitaður um þá saklausu borgara sem væru að láta lífið í aðgerðum Ísraelshers og að afstaða hans væri skaðleg hagsmunum ríkisins. Netanyahu skaut hins vegar til baka í viðtali við Politico í gær og sagði forsetann hafa rangt fyrir sér ef hann væri að meina að hann, Netanyahu, væri að framfylgja eiginhagsmunastefnu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og gegn hagsmunum Ísrael. Biden sagði í viðtalinu við MSNBC að yfirvofandi innrás Ísraelsmanna inn í Rafah væri „rauð lína“ í augum Bandaríkjamanna en ítrekaði hins vegar á sama tíma að hann myndi aldrei „yfirgefa Ísrael“. Þrátt fyrir „skilyrðislausan“ stuðning Bandaríkjanna við Ísrael eru stjórnvöld vestanhafs augljóslega orðin þreytt á framgöngu Ísraelsmanna og vilja sjá fyrir endann á átökunum. Þá hafa þau kallað eftir því að Ísraelsmenn upplýsi hvað þeir sjá fyrir sér á Gasa eftir að aðgerðum þeirra lýkur.AP/Manuel Balce Ceneta Netanyahu sætir miklum þrýstingi úr öllum áttum; frá harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn sem vilja hrekja Palestínumenn frá Gasa, frá almenningi sem krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi og frá bandamönnum sem eru að missa þolinmæðina gagnvart því hörmungarástands sem hefur skapast á Gasa. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja að minnsta kosti 31 þúsund manns hafa látið lífið í aðgerðum Ísraelsmanna en í viðtalinu við Politico sagði Netanyahu að þar af væru að minnsta kosti 13 þúsund vígamenn Hamas-samtakanna. Forsætisráðherrann sagðist spá því að átökin myndu standa yfir í um tvo mánuði til viðbótar; kannski sex vikur, kannski fjórar. Þá sagði hann að þegar markmiðinu væri náð; að útrýma Hamas, væri það síðasta sem Ísraelsmenn ættu að gera að fela Palestínsku heimastjórninni yfirráð yfir Gasa. Hún væri ábyrg fyrir því að ala börn upp við hryðjuverkastarfsemi og fjármagnaði hryðjuverk. Netanyahu sagðist njóta stuðnings þjóðar sinnar gegn því að palestínsku ríki væri „troðið ofan í kokið“ á Ísrael. Guardian greindi frá. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Biden sagði í samtali við MSNBC um helgina að Netanyahu þyrfti að vera meðvitaður um þá saklausu borgara sem væru að láta lífið í aðgerðum Ísraelshers og að afstaða hans væri skaðleg hagsmunum ríkisins. Netanyahu skaut hins vegar til baka í viðtali við Politico í gær og sagði forsetann hafa rangt fyrir sér ef hann væri að meina að hann, Netanyahu, væri að framfylgja eiginhagsmunastefnu gegn vilja meirihluta þjóðarinnar og gegn hagsmunum Ísrael. Biden sagði í viðtalinu við MSNBC að yfirvofandi innrás Ísraelsmanna inn í Rafah væri „rauð lína“ í augum Bandaríkjamanna en ítrekaði hins vegar á sama tíma að hann myndi aldrei „yfirgefa Ísrael“. Þrátt fyrir „skilyrðislausan“ stuðning Bandaríkjanna við Ísrael eru stjórnvöld vestanhafs augljóslega orðin þreytt á framgöngu Ísraelsmanna og vilja sjá fyrir endann á átökunum. Þá hafa þau kallað eftir því að Ísraelsmenn upplýsi hvað þeir sjá fyrir sér á Gasa eftir að aðgerðum þeirra lýkur.AP/Manuel Balce Ceneta Netanyahu sætir miklum þrýstingi úr öllum áttum; frá harðlínumönnum í eigin ríkisstjórn sem vilja hrekja Palestínumenn frá Gasa, frá almenningi sem krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda til að frelsa þá gísla sem enn eru í haldi og frá bandamönnum sem eru að missa þolinmæðina gagnvart því hörmungarástands sem hefur skapast á Gasa. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segja að minnsta kosti 31 þúsund manns hafa látið lífið í aðgerðum Ísraelsmanna en í viðtalinu við Politico sagði Netanyahu að þar af væru að minnsta kosti 13 þúsund vígamenn Hamas-samtakanna. Forsætisráðherrann sagðist spá því að átökin myndu standa yfir í um tvo mánuði til viðbótar; kannski sex vikur, kannski fjórar. Þá sagði hann að þegar markmiðinu væri náð; að útrýma Hamas, væri það síðasta sem Ísraelsmenn ættu að gera að fela Palestínsku heimastjórninni yfirráð yfir Gasa. Hún væri ábyrg fyrir því að ala börn upp við hryðjuverkastarfsemi og fjármagnaði hryðjuverk. Netanyahu sagðist njóta stuðnings þjóðar sinnar gegn því að palestínsku ríki væri „troðið ofan í kokið“ á Ísrael. Guardian greindi frá.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira