Vellauðugur þingmaður frá Minnesota býður sig fram gegn Biden Dean Phillips, þingmaður frá Minnesota, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Phillips segir Biden hafa staðið sig frábærlega en það sé tímabært að horfa til framtíðar. 27.10.2023 09:47
Liðsmenn gengja mögulega skikkaðir til að hylja flúr með farða Mark Mitchell, einn talsmanna Þjóðarflokksins á Nýja-Sjálandi, sagði í samtali við ríkismiðilinn RNZ í gær að ef boðað bann gegn gengjamerkjum skilaði ekki árangri kæmi til greina að skikka liðsmenn gengjanna til að hylja gengjaflúr með farða. 27.10.2023 08:42
Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27.10.2023 07:14
Daníel dæmdur í allt að lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt 27.10.2023 06:50
Ellefu stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og sex grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn grunaður um að vera undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. 27.10.2023 06:30
Bandaríkjamenn gera árásir á skotmörk í Sýrlandi Bandaríski herinn gerði loftárásir á tvö skotmörk í Sýrlandi tengd Byltingarvarðsveit Íran (e. Revolutionary Guard Corps) nú í morgun. Reuters hefur eftir heimildarmanni að um hafi verið að ræða vopna- og skotfærageymslur. 27.10.2023 06:22
Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26.10.2023 12:32
Krefjast svara um eftirlit og viðurlög vegna vildarpunktanotkunar Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá fjármálaráðherra um það hvernig eftirliti með ráðstöfun vildarkjara vegna greiðslu farmiða fyrir ríkisstarfsmenn er háttað og hver viðurlögin séu ef starfsmaður verður uppvís að því að nota vildarpunkta í eigin þágu. 26.10.2023 10:20
Trump aftur sektaður fyrir að brjóta gegn fyrirmælum dómarans Dómari í New York hefur sektað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um 10.000 dollara fyrir að brjóta gegn fyrirmælum hans um að tjá sig ekki opinberlega um starfsmenn réttarins. 26.10.2023 08:24
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26.10.2023 07:31