Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi en BBC greindi frá því að hópurinn hefði haldið af stað frá skíðasvæðinu í Zermatt í átt að Arolla. Ekkert hafði hins vegar spurst til hópsins þegar leit var hrundið af stað.
Líkin fimm fundust á svæðinu þar sem síðast spurðist til fólksins, við fjallið Tête Blanche.
Svo virðist sem vont veður og mikil snjókoma hafi átt þátt í því að fólkið lést. Að sögn lögreglu hefur veðrið hamlað björgunaraðgerðum og meðal annars ómögulegt að fljúga þyrlum á svæðið.