Greiddi sautján milljónir fyrir aðstoð við að koma hingað og vinna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2024 06:18 Blær segir fólk alltaf hafa verið á varðbergi gagnvart Davíð og föður hans. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands, stéttarfélög og lögregla hafa ítrekað fengið skilaboð um bága stöðu starfsmanna Quang Lé, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson. Kveikur ræddi við Sögu Kjartansdóttur lögfræðing, sem sinnir vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, en hún segir nafnlausar ábendingar hafa borist sambandinu í byrjun árs 2023. „Þar kom fram að fólk sem væri að vinna á Wok on og þessum Vietnam restaurant veitingastöðum. Fólki væri að vinna mjög langar vaktir, 12–14 klukkutíma á daga alla daga vikunnar. Það væri ekki að fá rétt laun. Auk þess kom fram í einum skilaboðunum að fólk hefði borgað margar milljónir til þess að fá starfið.“ Einn þeirra sem um ræðir er maður sem Kveikur kallar Blæ. Blær segist hafa komið hingað fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldu sinnar. „Við vildum koma og prófa eitthvað nýtt. Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið. Ég er undir miklu álagi, stressi og of það er þung byrði að bera að vinna fyrir hann.“ Blær segist ekki lengur hræddur við Davíð en hann segir sig og aðra jafnan hafa verið á varðbergi og passað að láta Davíð eða pabba hans ekki nappa sig í pásu. Hann hafi unnið tólf til þrettán tíma á dag og aldrei fengið sumarfrí eða jólafrí þrátt fyrir að hafa unnið hér á landi í nokkur ár. Blær greiddi Davíð níu milljónir króna fyrir að komast til Íslands og fá vinnu og átta milljónir við viðbótar til að fá fjölskyldu sína hingað. Hann býr í leiguhúsnæði sem er ekki á vegum Davíðs og þarf því „aðeins“ að vinna sex daga vikunnar en þeir sem leigja hjá Davíð vinna alla daga. Laun Blæs hafa verið 290 þúsund krónur á mánuði en af einhverjum ástæðum hafi 425 til 480 þúsund verið greiddar inn á reikning hjá honum og hann skili mismuninum til núverandi sambýliskonu og fyrrverandi eiginkonu Davíðs. „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar,“ segir Blær. Hann segist ekki geta meira og vilja segja frá öllu. Hann staðfestir að fólk hafi gist á lagernum margumrædda, þar sem mörg tonn af ónýtum matvælum fundust. Kveikur ræddi einnig við konu sem kölluð er Júlía, en hún hefur aðstoðað fólk við að losna undan Davíð. „Hann sýnir ógnandi hegðun þegar hann fer á veitingastaðina og hittir starfsfólkið sitt. Þau eru hrædd um að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi og þurfi þá að snúa aftur til síns heimalands. Það er einhvern veginn alltaf talin smá skömm að vera að fara út til útlanda, sérstaklega til Evrópu, fá vinnu og einhvern veginn vera sendur heim eins og þú sért ekki nógu góður í því sem þú ert að gera.“ Kveikur segir fjölda Víetnama hafa komið hingað til lands síðustu ár á grundvelli svokallaðra sérfræðingaleyfa og fjölskyldusameiningar. Þá séu ennig dæmi um að fólk hafi fengið dvalarleyfi í gegnum málamyndahjúskap, þar sem Íslendingum hafi verið greitt fyrir að giftast Víetnama. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Veitingastaðir Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kveikur ræddi við Sögu Kjartansdóttur lögfræðing, sem sinnir vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ, en hún segir nafnlausar ábendingar hafa borist sambandinu í byrjun árs 2023. „Þar kom fram að fólk sem væri að vinna á Wok on og þessum Vietnam restaurant veitingastöðum. Fólki væri að vinna mjög langar vaktir, 12–14 klukkutíma á daga alla daga vikunnar. Það væri ekki að fá rétt laun. Auk þess kom fram í einum skilaboðunum að fólk hefði borgað margar milljónir til þess að fá starfið.“ Einn þeirra sem um ræðir er maður sem Kveikur kallar Blæ. Blær segist hafa komið hingað fyrir börnin sín og framtíð fjölskyldu sinnar. „Við vildum koma og prófa eitthvað nýtt. Í sannleika sagt er lífið á Íslandi gott en við vorum ekki heppin að fara þessa leið. Ég er undir miklu álagi, stressi og of það er þung byrði að bera að vinna fyrir hann.“ Blær segist ekki lengur hræddur við Davíð en hann segir sig og aðra jafnan hafa verið á varðbergi og passað að láta Davíð eða pabba hans ekki nappa sig í pásu. Hann hafi unnið tólf til þrettán tíma á dag og aldrei fengið sumarfrí eða jólafrí þrátt fyrir að hafa unnið hér á landi í nokkur ár. Blær greiddi Davíð níu milljónir króna fyrir að komast til Íslands og fá vinnu og átta milljónir við viðbótar til að fá fjölskyldu sína hingað. Hann býr í leiguhúsnæði sem er ekki á vegum Davíðs og þarf því „aðeins“ að vinna sex daga vikunnar en þeir sem leigja hjá Davíð vinna alla daga. Laun Blæs hafa verið 290 þúsund krónur á mánuði en af einhverjum ástæðum hafi 425 til 480 þúsund verið greiddar inn á reikning hjá honum og hann skili mismuninum til núverandi sambýliskonu og fyrrverandi eiginkonu Davíðs. „Hann kemur fram við okkur eins og við séum hundar,“ segir Blær. Hann segist ekki geta meira og vilja segja frá öllu. Hann staðfestir að fólk hafi gist á lagernum margumrædda, þar sem mörg tonn af ónýtum matvælum fundust. Kveikur ræddi einnig við konu sem kölluð er Júlía, en hún hefur aðstoðað fólk við að losna undan Davíð. „Hann sýnir ógnandi hegðun þegar hann fer á veitingastaðina og hittir starfsfólkið sitt. Þau eru hrædd um að fá ekki endurnýjað dvalarleyfi og þurfi þá að snúa aftur til síns heimalands. Það er einhvern veginn alltaf talin smá skömm að vera að fara út til útlanda, sérstaklega til Evrópu, fá vinnu og einhvern veginn vera sendur heim eins og þú sért ekki nógu góður í því sem þú ert að gera.“ Kveikur segir fjölda Víetnama hafa komið hingað til lands síðustu ár á grundvelli svokallaðra sérfræðingaleyfa og fjölskyldusameiningar. Þá séu ennig dæmi um að fólk hafi fengið dvalarleyfi í gegnum málamyndahjúskap, þar sem Íslendingum hafi verið greitt fyrir að giftast Víetnama.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Veitingastaðir Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira