Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet. 30.8.2022 08:04
Fagnar því að Jón Baldvin hafi skipt um skoðun og klárað dæmið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segist fyrstur stjórnmálamanna hér á landi hafa lagt til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá Sovétríkjunum. Hann segir tillögur sínar hafa fengið dræm viðbrögð til að byrja með. Meðal annars frá þáverandi utanríkisráðherra Jóni Baldvin Hannibalssyni sem þó hafi klárað málið með sóma. 29.8.2022 14:35
Vill auka samtal milli sveitarfélaganna Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi var í dag kjörin nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða mun taka við starfinu af Aldísi Hafsteinsdóttur á landsþingi SÍS í lok septembermánaðar. Hún segist spennt að taka við starfinu en mörg verkefni blasi við. 29.8.2022 14:18
Taylor Swift vann bikarinn fyrir besta tónlistarmyndbandið Tónlistarkonan Taylor Swift vann til tveggja verðlauna á VMA verðlaunahátíðinni í gær. Annars vegar vann hún verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið og fyrir besta langa tónlistarmyndbandið fyrir myndbandið með laginu All Too Well (10 Minute Version). 29.8.2022 08:49
Hollenskur sérsveitarmaður lést af sárum sínum eftir skotárás í Bandaríkjunum Hollenskur sérsveitarmaður er látinn eftir að hann særðist alvarlega í skotárás fyrir utan hótel, sem hann dvaldi á, í Indianapolis í Bandaríkjunum fyrir þremur dögum síðan. 29.8.2022 08:16
Elandantílópa varð starfsmanni í dýragarði Eylands að bana Starfsmanni í dýragarði á Eylandi í Svíþjóð var banað af elandantílópu í gær. Antílópan stakk manninn á hol þar sem hann var við störf sín. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. 29.8.2022 08:03
Eftirsjá Illuga og Elísabetar: „Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út“ Illugi og Elísabet Jökulsbörn segjast harma það alla daga að hafa átt þátt í handtöku Hrafns, bróður þeirra, við Brú í Hrútafirði fyrir tveimur árum síðan. Hrafn hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og vegna krabbameins, sem Hrafn telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 29.8.2022 07:39
Veitingastaðareigandinn úr Beverly Hills er látinn Joe E. Tata, sem lék Nat, eiganda Peach Pit veitingastaðarins, í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210, er látinn. Tata var orðinn 85 ára gamall en hafði glímt við Alzheimer frá árinu 2014. 25.8.2022 22:35
Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá. 25.8.2022 22:03
Matarinnkaupin orðin með hæstu liðunum í heimilisbókhaldinu Neytendur segjast finna verulega fyrir hækkandi matvælaverði. Matarinnkaupin séu orðin einn stærsti kostnaðarliðurinn í heimilisbókhaldinu og því þurfi að huga vel að innkaupum. Aðgerðir Krónunnar til að sporna við hækkandi verðlagi hafa fallið í frjóan jarðveg hjá neytendum. 25.8.2022 21:46