Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun en þar er haft eftir Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins, að vel hafi gengið að taka á móti fólkinu og að finna önnur, framtíðarúrræði fyrir fólkið.
Gistipláss er fyrir rúmlega hundrað í Borgartúni en þar hafa nú alsl 84 gist. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins voru 24 flóttamenn þar í gær, sjö hafi komið inn á laugardag, 36 á sunnudag og á aðfaranótt mánudags hafi 42 gist.
Íslensk stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð Rauða krossins við að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd vegna mikillar fjölgunar í komum flóttafólks til landsins, um fjögur hundruð sóttu um hæli í septembermánuði einum. Um sextíu prósent flóttafólks sem hefur komið til landsins á þessu ári er fólk sem hefur flúið stríðið í Úkraínu.
Fréttastofa skoðaði fjöldahjálparstöðina í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir viku síðan.