Sprengjur féllu víða í Úkraínu í nótt en Rússar hafa bætt verulega í árásir sínar undanfarinn sólarhring. Emine Dzheppar, varautanríkisráðherra Úkraínu, skrifar á Twitter að minnst fimmtán sprengjur hafi fallið í Zaporizhzhia í nótt og þeim verið beint að almennum borgurum og lykilstofnunum. Þá hafa úkraínsk yfirvöld tilkynnt að nítján hafi fallið og 105 særst í loftárásum Rússaí gær.
#russian terrorists again hit infrastructure facilities in #Zaporizhzhia with rockets this night. At least 15 explosions registered. Their targets were an educational institution, a medical institution, and residential buildings. #russiaisaterrorisstate #StandWithUkraine pic.twitter.com/2FgR5OyKxa
— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) October 11, 2022
⚡️Update: 19 killed, 105 injured as a result of Russia's missile attacks.
— The Kyiv Independent (@KyivIndependent) October 11, 2022
Ukraine's State Emergency Service provided updated information on casualties following Russia's widespread missile attacks across Ukraine on Oct. 10.
Breska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í morgun að rússneska varnarmálaráðuneytið hafi tilkynnt að herforinginn Sergei Surovikin hafi verið skipaður yfirmaður hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ sem Rússar halda úti í Úkraínu 8. október síðastliðinn . Breska varnarmálaráðuneytið segir í skýrslu sinni að hingað til hafi rússneska herinn skort sterkan leiðtoga og að breytingin sé líklega tilraun til að snúa þróuninni í Úkraínu við. Surovikin bíði hins vegar stórt verkefni og ólíklegt sé að honum takist að sameina mjög svo sundraðan her Rússa.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 11 October 2022
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) October 11, 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/VbuADMF0JY
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/S9P7kmoo0X
Paul Adams fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Kænugarði tísti í morgun að loftvarnaflauturnar hafi ómað í borginni í morgun. Minnst fjórtán féllu í sprengjuárásum Rússa á borgin í dag og nærri hundrað særðust.
The sirens are sounding again in #Kyiv. What sort of day will it be? pic.twitter.com/LhNn7rOns0
— Paul Adams (@BBCPaulAdams) October 11, 2022
Ukraine’s morning starts again with air-raid sirens across the country. Lot of fear last night that Russia would renew missile attacks today.
— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) October 11, 2022
Here we go again: Air raid, Kyiv, just as people are getting ready for work and school. #RussianTerrorAttacks pic.twitter.com/xL7JUgy3yN
— Euan MacDonald (@Euan_MacDonald) October 11, 2022
Þá hafa fregnir borist af sprengjuregni við Ladyzhynzka orkuverið í borginni Vinnytsia í suðvesturhluta landsins.
⚡️ The occupiers attacked the Ladyzhynska TPP in Vinnytsia with two Shahed-136 kamikaze drones – Oblast Military Administrtion
— Ukrainska Pravda in English (@pravda_eng) October 11, 2022
Þá eru 98 námuverkamenn enn fastir neðanjarðar vegna tíðra árása Rússa í borginni Kryvyi Rih. Rafmagn datt út í borginni eftir árásarhrinu Rússa þar í gær og festust nærri níu hundruð námuverkamenn neðanjarðar en flestum hefur nú verið komið til bjargar. Enn eru þó 98 enn neðanjarðar. Fréttastofa Guardian hefur þetta eftir úkraínska ríkisútvarpinu.