Erlent

Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Á annan tug létust í loftárásum Rússa í Úkraínu í gær og meira en hundrað særðust.
Á annan tug létust í loftárásum Rússa í Úkraínu í gær og meira en hundrað særðust. AP Photo/Roman Hrytsyna

Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 

Sprengjur féllu víða í Úkraínu í nótt en Rússar hafa bætt verulega í árásir sínar undanfarinn sólarhring. Emine Dzheppar, varautanríkisráðherra Úkraínu, skrifar á Twitter að minnst fimmtán sprengjur hafi fallið í Zaporizhzhia í nótt og þeim verið beint að almennum borgurum og lykilstofnunum. Þá hafa úkraínsk yfirvöld tilkynnt að nítján hafi fallið og 105 særst í loftárásum Rússaí gær. 

Breska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í morgun að rússneska varnarmálaráðuneytið hafi tilkynnt að herforinginn Sergei Surovikin hafi verið skipaður yfirmaður hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“ sem Rússar halda úti í Úkraínu 8. október síðastliðinn . Breska varnarmálaráðuneytið segir í skýrslu sinni að hingað til hafi rússneska herinn skort sterkan leiðtoga og að breytingin sé líklega tilraun til að snúa þróuninni í Úkraínu við. Surovikin bíði hins vegar stórt verkefni og ólíklegt sé að honum takist að sameina mjög svo sundraðan her Rússa. 

Paul Adams fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Kænugarði tísti í morgun að loftvarnaflauturnar hafi ómað í borginni í morgun. Minnst fjórtán féllu í sprengjuárásum Rússa á borgin í dag og nærri hundrað særðust. 

Þá hafa fregnir borist af sprengjuregni við Ladyzhynzka orkuverið í borginni Vinnytsia í suðvesturhluta landsins. 

Þá eru 98 námuverkamenn enn fastir neðanjarðar vegna tíðra árása Rússa í borginni Kryvyi Rih. Rafmagn datt út í borginni eftir árásarhrinu Rússa þar í gær og festust nærri níu hundruð námuverkamenn neðanjarðar en flestum hefur nú verið komið til bjargar. Enn eru þó 98 enn neðanjarðar. Fréttastofa Guardian hefur þetta eftir úkraínska ríkisútvarpinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×