Ritstjóri

Erla Björg Gunnarsdóttir

Erla Björg er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sveitarfélög verði beitt dagssektum tryggi þau ekki búsetuúrræði

Hugmynd er um að beita dagssektum á sveitarfélög ef þau tryggja ekki geðfötluðum búsetuúrræði að meðferð lokinni. Vitað er að fólk með geðsjúkdóma og fíknivanda leita til borgarinnar úr öðrum sveitarfélögum en borgin segir lítið um kosti á þröngum húsnæðismarkaði.

Tíu fylgdarlaus börn dvöldu á skammtímavistuninni

Börn á flótta eru sérlega viðkvæmur hópur en tíu börn dvöldu á vistheimilinu sem maðurinn, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni, vann á. Rauði krossinn mun boða þau börn sem enn eru á landinu til viðtals.

Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar

Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu.

Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi

Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum.

Sjá meira