Tíu fylgdarlaus börn dvöldu á skammtímavistuninni Börn á flótta eru sérlega viðkvæmur hópur en tíu börn dvöldu á vistheimilinu sem maðurinn, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni, vann á. Rauði krossinn mun boða þau börn sem enn eru á landinu til viðtals. 2.2.2018 18:41
Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30.1.2018 20:00
Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30.1.2018 19:00
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30.1.2018 12:19
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29.1.2018 20:00
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29.1.2018 19:00
Röð mistaka Landspítalans talin upp í dómi Hæstaréttar Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. 25.1.2018 19:45
Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar: Ungmenni horfa mikið á klám og vilja meiri kynfræðslu Í rannsókn um upplifun ungra kvenna og karla á kynlífsmenningu framhaldsskólanemenda kemur fram að ungar konur fari yfir mörk sín til að þóknast öðrum og ungir menn séu með frammistöðukvíða eftir mikið áhorf á klám. 24.1.2018 21:00
Segir fólk á einhverfurófi alls ekki gagnlaust á vinnumarkaði Daði Gunnlaugsson er með asperger en fékk vinnu í gegnum samtök sem stuðla að atvinnuþátttöku fólks á einhverfurófi. Hann vonar að fleiri atvinnurekendur gefi einhverfum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. 21.1.2018 20:30
Tveggja ára biðtími hælisleitenda er ekki forsvaranlegur Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir að lögregluyfirvöld hafi ótakmarkaðan tíma til að flytja fólk úr landi. Fimm manna fjölskylda frá Gana var vísað úr landi en hún hefur búið hér í tvö ár og framvísað nýjum gögnum um mansal. 21.1.2018 19:30