Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 20:00 Tvígreindur vandi er þegar einstaklingur á við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða, geðklofa eða geðhvarfasýki, og einnig fíknivanda. Alls komu 94 konur með tvígreindan vanda á dag- og göngudeild geðdeildar á síðasta ári og 55 lögðust inn á geðdeild. Engin sérhæf búsetuúrræði eru fyrir konur með þennan vanda, sem tekur við eftir meðferð á geðdeild, en slíkt er fyrir hendi fyrir karlmenn. „Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að þurfa að útskrifa fólk inn í ekki neitt og jafnvel á götuna. Suma erum við að útskrifa til fjölskyldu, vina eða til neyslufélaga eftir margra mánaða endurhæfingu - það er óforsvaranlegt,“ segir Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans. Dæmi eru um að konur dvelji fjölda mánaða inni á geðdeild eftir að meðferð lýkur. „Akkúrat núna eru tvær konur á geðdeildum sem eru í raun færar til útskriftar en við höfum ekki funið úrræði,“ segir Gunnlaug.Flakka á milli geðdeildar, fangelsis og götunnarHluti af þeim konum sem eru þó útskifaðar lendir í þeim vítahring að fara á götuna, brjóta af sér, fara í fangelsi og svo aftur á geðdeild. Til að rjúfa þennan vítahring segir Gunnlaug mikilvægt að koma konunum í skjól fyrst, í varanlegt húsnæði, og svo byggja þær upp með meðferð og endurhæfingu. Karlar með tvígreindan vanda eru fleiri en konurnar, en Gunnlaug segir konurnar í sérlega viðkvæmri stöðu. „Tilfinningin segir okkur að þær séu verr settar á götunni en karlar. Í einhverjum tilfellum vitum við að þær eru að fjármagna neysluna með vændi og það er hörmulegt,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Tvígreindur vandi er þegar einstaklingur á við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða, geðklofa eða geðhvarfasýki, og einnig fíknivanda. Alls komu 94 konur með tvígreindan vanda á dag- og göngudeild geðdeildar á síðasta ári og 55 lögðust inn á geðdeild. Engin sérhæf búsetuúrræði eru fyrir konur með þennan vanda, sem tekur við eftir meðferð á geðdeild, en slíkt er fyrir hendi fyrir karlmenn. „Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að þurfa að útskrifa fólk inn í ekki neitt og jafnvel á götuna. Suma erum við að útskrifa til fjölskyldu, vina eða til neyslufélaga eftir margra mánaða endurhæfingu - það er óforsvaranlegt,“ segir Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans. Dæmi eru um að konur dvelji fjölda mánaða inni á geðdeild eftir að meðferð lýkur. „Akkúrat núna eru tvær konur á geðdeildum sem eru í raun færar til útskriftar en við höfum ekki funið úrræði,“ segir Gunnlaug.Flakka á milli geðdeildar, fangelsis og götunnarHluti af þeim konum sem eru þó útskifaðar lendir í þeim vítahring að fara á götuna, brjóta af sér, fara í fangelsi og svo aftur á geðdeild. Til að rjúfa þennan vítahring segir Gunnlaug mikilvægt að koma konunum í skjól fyrst, í varanlegt húsnæði, og svo byggja þær upp með meðferð og endurhæfingu. Karlar með tvígreindan vanda eru fleiri en konurnar, en Gunnlaug segir konurnar í sérlega viðkvæmri stöðu. „Tilfinningin segir okkur að þær séu verr settar á götunni en karlar. Í einhverjum tilfellum vitum við að þær eru að fjármagna neysluna með vændi og það er hörmulegt,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira