Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 19:30 Vefsíðan Sjúk ást var opnuð við athöfn í Kvennaskólanum í dag. Á síðunni er fjallað um óheilbrigð samskipti í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir meira um ofbeldi í nánum samböndum ungs fólks en margur heldur. „Um 70% þeirra sem sækja sér aðstoðar hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur," segir hún. Sjúkleg ást er til dæmis þvinganir, afbrýðissemi og stjórnsemi, ofbeldi og klámvæðing í kynlífi. „Ungmenni sem eru að upplifa sína fyrstu ást geta haldið að ástarsambönd eigi að vera svona,“ segir Steinunn Ólína. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hélt það einmitt þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi sextán ára gömul. „Þetta byrjaði á litlum hlutum eins og hvernig ég klæddi mig, hann stjórnaði því og leit á mig sem hans eign, því máttu aðrir sjá sem minnst af mér. Svo fór þetta út í að hann fór að þrýsta á mig kynferðislega, beita mig þvingunum," segir hún. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að það rann upp fyrir Þórhildi að sambandið væri óeðlilegt og eftir að hún deildi sögu sinni hefur hún komist að því að fjölmargir hafa verið í hennar sporum. Hún segir afleiðingarnar af slíku sambandi alvarlegar. „Þetta gjörsamlega eyðilagði mig. Ég hafði ekkert sjálfstraust, enga sjálfsvirðingu. Mér var orðið alveg sama um allt og alla í kringum mig.“ Á vefsíðunni er safnað undirskriftum og skorað á menntamálaráðherra að efla forvarnir með bættri kynfræðslu. Enda segir unga fólkið að kynfræðslan sé ekki upp á marga fiska. „Þetta var rosalega mikil kynhræðsla. Verið að tala um kynsjúkdóma, tíðarhringinn og sýndur banani og smokkur, búið! Svo voru kennarar alltaf að skamma strákana fyrir að horfa á klám, en þeir sóttu fræðsluna á netið og það eina sem netið býður upp á er klám,“ segir Salka Rut Ragnarsdóttir Thorodsen, Kvennaskólanemi. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Vefsíðan Sjúk ást var opnuð við athöfn í Kvennaskólanum í dag. Á síðunni er fjallað um óheilbrigð samskipti í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir meira um ofbeldi í nánum samböndum ungs fólks en margur heldur. „Um 70% þeirra sem sækja sér aðstoðar hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur," segir hún. Sjúkleg ást er til dæmis þvinganir, afbrýðissemi og stjórnsemi, ofbeldi og klámvæðing í kynlífi. „Ungmenni sem eru að upplifa sína fyrstu ást geta haldið að ástarsambönd eigi að vera svona,“ segir Steinunn Ólína. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hélt það einmitt þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi sextán ára gömul. „Þetta byrjaði á litlum hlutum eins og hvernig ég klæddi mig, hann stjórnaði því og leit á mig sem hans eign, því máttu aðrir sjá sem minnst af mér. Svo fór þetta út í að hann fór að þrýsta á mig kynferðislega, beita mig þvingunum," segir hún. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að það rann upp fyrir Þórhildi að sambandið væri óeðlilegt og eftir að hún deildi sögu sinni hefur hún komist að því að fjölmargir hafa verið í hennar sporum. Hún segir afleiðingarnar af slíku sambandi alvarlegar. „Þetta gjörsamlega eyðilagði mig. Ég hafði ekkert sjálfstraust, enga sjálfsvirðingu. Mér var orðið alveg sama um allt og alla í kringum mig.“ Á vefsíðunni er safnað undirskriftum og skorað á menntamálaráðherra að efla forvarnir með bættri kynfræðslu. Enda segir unga fólkið að kynfræðslan sé ekki upp á marga fiska. „Þetta var rosalega mikil kynhræðsla. Verið að tala um kynsjúkdóma, tíðarhringinn og sýndur banani og smokkur, búið! Svo voru kennarar alltaf að skamma strákana fyrir að horfa á klám, en þeir sóttu fræðsluna á netið og það eina sem netið býður upp á er klám,“ segir Salka Rut Ragnarsdóttir Thorodsen, Kvennaskólanemi.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira