Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 19:30 Vefsíðan Sjúk ást var opnuð við athöfn í Kvennaskólanum í dag. Á síðunni er fjallað um óheilbrigð samskipti í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir meira um ofbeldi í nánum samböndum ungs fólks en margur heldur. „Um 70% þeirra sem sækja sér aðstoðar hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur," segir hún. Sjúkleg ást er til dæmis þvinganir, afbrýðissemi og stjórnsemi, ofbeldi og klámvæðing í kynlífi. „Ungmenni sem eru að upplifa sína fyrstu ást geta haldið að ástarsambönd eigi að vera svona,“ segir Steinunn Ólína. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hélt það einmitt þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi sextán ára gömul. „Þetta byrjaði á litlum hlutum eins og hvernig ég klæddi mig, hann stjórnaði því og leit á mig sem hans eign, því máttu aðrir sjá sem minnst af mér. Svo fór þetta út í að hann fór að þrýsta á mig kynferðislega, beita mig þvingunum," segir hún. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að það rann upp fyrir Þórhildi að sambandið væri óeðlilegt og eftir að hún deildi sögu sinni hefur hún komist að því að fjölmargir hafa verið í hennar sporum. Hún segir afleiðingarnar af slíku sambandi alvarlegar. „Þetta gjörsamlega eyðilagði mig. Ég hafði ekkert sjálfstraust, enga sjálfsvirðingu. Mér var orðið alveg sama um allt og alla í kringum mig.“ Á vefsíðunni er safnað undirskriftum og skorað á menntamálaráðherra að efla forvarnir með bættri kynfræðslu. Enda segir unga fólkið að kynfræðslan sé ekki upp á marga fiska. „Þetta var rosalega mikil kynhræðsla. Verið að tala um kynsjúkdóma, tíðarhringinn og sýndur banani og smokkur, búið! Svo voru kennarar alltaf að skamma strákana fyrir að horfa á klám, en þeir sóttu fræðsluna á netið og það eina sem netið býður upp á er klám,“ segir Salka Rut Ragnarsdóttir Thorodsen, Kvennaskólanemi. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Vefsíðan Sjúk ást var opnuð við athöfn í Kvennaskólanum í dag. Á síðunni er fjallað um óheilbrigð samskipti í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir meira um ofbeldi í nánum samböndum ungs fólks en margur heldur. „Um 70% þeirra sem sækja sér aðstoðar hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur," segir hún. Sjúkleg ást er til dæmis þvinganir, afbrýðissemi og stjórnsemi, ofbeldi og klámvæðing í kynlífi. „Ungmenni sem eru að upplifa sína fyrstu ást geta haldið að ástarsambönd eigi að vera svona,“ segir Steinunn Ólína. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hélt það einmitt þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi sextán ára gömul. „Þetta byrjaði á litlum hlutum eins og hvernig ég klæddi mig, hann stjórnaði því og leit á mig sem hans eign, því máttu aðrir sjá sem minnst af mér. Svo fór þetta út í að hann fór að þrýsta á mig kynferðislega, beita mig þvingunum," segir hún. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að það rann upp fyrir Þórhildi að sambandið væri óeðlilegt og eftir að hún deildi sögu sinni hefur hún komist að því að fjölmargir hafa verið í hennar sporum. Hún segir afleiðingarnar af slíku sambandi alvarlegar. „Þetta gjörsamlega eyðilagði mig. Ég hafði ekkert sjálfstraust, enga sjálfsvirðingu. Mér var orðið alveg sama um allt og alla í kringum mig.“ Á vefsíðunni er safnað undirskriftum og skorað á menntamálaráðherra að efla forvarnir með bættri kynfræðslu. Enda segir unga fólkið að kynfræðslan sé ekki upp á marga fiska. „Þetta var rosalega mikil kynhræðsla. Verið að tala um kynsjúkdóma, tíðarhringinn og sýndur banani og smokkur, búið! Svo voru kennarar alltaf að skamma strákana fyrir að horfa á klám, en þeir sóttu fræðsluna á netið og það eina sem netið býður upp á er klám,“ segir Salka Rut Ragnarsdóttir Thorodsen, Kvennaskólanemi.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira