Sjúk ást í nánum samböndum ungmenna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 19:30 Vefsíðan Sjúk ást var opnuð við athöfn í Kvennaskólanum í dag. Á síðunni er fjallað um óheilbrigð samskipti í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir meira um ofbeldi í nánum samböndum ungs fólks en margur heldur. „Um 70% þeirra sem sækja sér aðstoðar hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur," segir hún. Sjúkleg ást er til dæmis þvinganir, afbrýðissemi og stjórnsemi, ofbeldi og klámvæðing í kynlífi. „Ungmenni sem eru að upplifa sína fyrstu ást geta haldið að ástarsambönd eigi að vera svona,“ segir Steinunn Ólína. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hélt það einmitt þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi sextán ára gömul. „Þetta byrjaði á litlum hlutum eins og hvernig ég klæddi mig, hann stjórnaði því og leit á mig sem hans eign, því máttu aðrir sjá sem minnst af mér. Svo fór þetta út í að hann fór að þrýsta á mig kynferðislega, beita mig þvingunum," segir hún. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að það rann upp fyrir Þórhildi að sambandið væri óeðlilegt og eftir að hún deildi sögu sinni hefur hún komist að því að fjölmargir hafa verið í hennar sporum. Hún segir afleiðingarnar af slíku sambandi alvarlegar. „Þetta gjörsamlega eyðilagði mig. Ég hafði ekkert sjálfstraust, enga sjálfsvirðingu. Mér var orðið alveg sama um allt og alla í kringum mig.“ Á vefsíðunni er safnað undirskriftum og skorað á menntamálaráðherra að efla forvarnir með bættri kynfræðslu. Enda segir unga fólkið að kynfræðslan sé ekki upp á marga fiska. „Þetta var rosalega mikil kynhræðsla. Verið að tala um kynsjúkdóma, tíðarhringinn og sýndur banani og smokkur, búið! Svo voru kennarar alltaf að skamma strákana fyrir að horfa á klám, en þeir sóttu fræðsluna á netið og það eina sem netið býður upp á er klám,“ segir Salka Rut Ragnarsdóttir Thorodsen, Kvennaskólanemi. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Vefsíðan Sjúk ást var opnuð við athöfn í Kvennaskólanum í dag. Á síðunni er fjallað um óheilbrigð samskipti í samböndum. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, Verkefnastjóri hjá Stígamótum, segir meira um ofbeldi í nánum samböndum ungs fólks en margur heldur. „Um 70% þeirra sem sækja sér aðstoðar hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur," segir hún. Sjúkleg ást er til dæmis þvinganir, afbrýðissemi og stjórnsemi, ofbeldi og klámvæðing í kynlífi. „Ungmenni sem eru að upplifa sína fyrstu ást geta haldið að ástarsambönd eigi að vera svona,“ segir Steinunn Ólína. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hélt það einmitt þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi sextán ára gömul. „Þetta byrjaði á litlum hlutum eins og hvernig ég klæddi mig, hann stjórnaði því og leit á mig sem hans eign, því máttu aðrir sjá sem minnst af mér. Svo fór þetta út í að hann fór að þrýsta á mig kynferðislega, beita mig þvingunum," segir hún. Það var ekki fyrr en fyrir ári síðan að það rann upp fyrir Þórhildi að sambandið væri óeðlilegt og eftir að hún deildi sögu sinni hefur hún komist að því að fjölmargir hafa verið í hennar sporum. Hún segir afleiðingarnar af slíku sambandi alvarlegar. „Þetta gjörsamlega eyðilagði mig. Ég hafði ekkert sjálfstraust, enga sjálfsvirðingu. Mér var orðið alveg sama um allt og alla í kringum mig.“ Á vefsíðunni er safnað undirskriftum og skorað á menntamálaráðherra að efla forvarnir með bættri kynfræðslu. Enda segir unga fólkið að kynfræðslan sé ekki upp á marga fiska. „Þetta var rosalega mikil kynhræðsla. Verið að tala um kynsjúkdóma, tíðarhringinn og sýndur banani og smokkur, búið! Svo voru kennarar alltaf að skamma strákana fyrir að horfa á klám, en þeir sóttu fræðsluna á netið og það eina sem netið býður upp á er klám,“ segir Salka Rut Ragnarsdóttir Thorodsen, Kvennaskólanemi.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira