Hefðir í rótgrónum skólum: "Morgunsöngur, uppstoppuð dýr og menningarverðmæti“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 20:00 Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins. Þessi litli sveitaskóli tók til starfa 1875 en árið 1960 fluttist starfsemin í nýtt húsnæði, rétt við hliðina. Í dag er Mýrarhúsaskóla hluti af sameinuðum grunnskóla Seltjarnarness. Í skólanum hefur verið sú hefð í hávegum höfð í nær 60 ár að nemendur í tíunda bekk æfa söngleik, læra samkvæmisdans og bjóða svo foreldrum til skemmtunar. Skólastjórinn man sjálf eftir hefðinni frá sínum námsárum. „Þetta er einn af hápunktum skólaferils míns hér í skóla og óskaplega skemmtilegt,“ segir Ólína Thoroddsen, skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness og bætir við að hefðin geri mikið fyrir skólaandann og nemendur. „Nemendurnir tala um að eftir fyrsta desember þá sé hópurinn orðinn svo samstilltur og þau svo miklir vinir. Þetta skilar þeim sem góðum hóp út í framhaldsskólann.“ Annar rótgróinn skóli er Laugarnesskóli sem teiknaður er af Einari Sveinssyni húsameistara, hann tók til starfa 1935 og er einn af elstu skólum Reykjavíkur. Morgunsöngur er sterk hefð í skólanum en á hverjum einasta morgni klukkan 9:05 safnast allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi. „Mér finnst þetta frábært,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Ég vitna í Vigdísi Finnbogadóttur sem sagði þetta bestu leiðina til að viðhalda íslenskri tungu. Að syngja.“ Einnig eru málverk á veggjum skólans eftir Jóhann Briem en handriðin og stytturnar eru eftir Ásmund Sveinsson. Sigríður Heiða segir nemendur bera mikla virðingu fyrir verðmætunum og ganga vel um þau. Einnig eru uppstoppuð dýr í glerkössum í salnum. „Ég sé að börnin staldra við og lesa um dýrin því það er stuttur texti hjá hverju og einu. Við nýtum þau líka í kennslu. Þessi dýr eru líka hluti af frumkvöðlastarfinu sem einkennir skólann og hófst við stofnun hans.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins. Þessi litli sveitaskóli tók til starfa 1875 en árið 1960 fluttist starfsemin í nýtt húsnæði, rétt við hliðina. Í dag er Mýrarhúsaskóla hluti af sameinuðum grunnskóla Seltjarnarness. Í skólanum hefur verið sú hefð í hávegum höfð í nær 60 ár að nemendur í tíunda bekk æfa söngleik, læra samkvæmisdans og bjóða svo foreldrum til skemmtunar. Skólastjórinn man sjálf eftir hefðinni frá sínum námsárum. „Þetta er einn af hápunktum skólaferils míns hér í skóla og óskaplega skemmtilegt,“ segir Ólína Thoroddsen, skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness og bætir við að hefðin geri mikið fyrir skólaandann og nemendur. „Nemendurnir tala um að eftir fyrsta desember þá sé hópurinn orðinn svo samstilltur og þau svo miklir vinir. Þetta skilar þeim sem góðum hóp út í framhaldsskólann.“ Annar rótgróinn skóli er Laugarnesskóli sem teiknaður er af Einari Sveinssyni húsameistara, hann tók til starfa 1935 og er einn af elstu skólum Reykjavíkur. Morgunsöngur er sterk hefð í skólanum en á hverjum einasta morgni klukkan 9:05 safnast allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi. „Mér finnst þetta frábært,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Ég vitna í Vigdísi Finnbogadóttur sem sagði þetta bestu leiðina til að viðhalda íslenskri tungu. Að syngja.“ Einnig eru málverk á veggjum skólans eftir Jóhann Briem en handriðin og stytturnar eru eftir Ásmund Sveinsson. Sigríður Heiða segir nemendur bera mikla virðingu fyrir verðmætunum og ganga vel um þau. Einnig eru uppstoppuð dýr í glerkössum í salnum. „Ég sé að börnin staldra við og lesa um dýrin því það er stuttur texti hjá hverju og einu. Við nýtum þau líka í kennslu. Þessi dýr eru líka hluti af frumkvöðlastarfinu sem einkennir skólann og hófst við stofnun hans.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira