Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stóð við sex­tán ára gamalt lof­orð til pabba síns

Leikkonan Anya Taylor-Joy sló í gegn í Netflix seríunni The Queen's Gambit og hefur síðan þá fengið hlutverk í stórmyndum á borð við Mad Max og Dune. Hún skein skært á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár og stóð við loforð sitt sem var að taka pabba sinn með sér. 

Hver dagur ævin­týri og veit aldrei við hverju má búast

Fyrirsætan, háskólaneminn og fyrrum World Class stöðvarstjórinn Björn Boði Björnsson lét drauminn rætast þegar að hann ákvað að flytja til New York. Hann skráði sig í tískutengt nám og nýtur fjölbreyttra daga í stóra eplinu. Blaðamaður fékk að heyra nánar frá lífinu vestanhafs.

Fer á tón­leika um allan heim og hangir með stór­stjörnu

Lífskúnstnerinn Heimir Ingi Róbertsson er 20 ára gamall og elskar fátt meira en að ferðast og fara á tónleika. Hann hefur mikinn áhuga á poppkúltúr og hefur nú þegar séð flest af sínu uppáhalds tónlistarfólki á sviði.

Elíta ís­lenska rappsins tryllti lýðinn í Iðnó

„Þetta var bara ótrúlegt kvöld og fór alveg vonum framar,“ segir tónlistarmaðurinn og rapparinn Ízleifur. Hann stóð fyrir stöppuðum útgáfutónleikum í Iðnó síðastliðið föstudagskvöld þar sem úrvalslið rappara steig á svið með honum.

Rúrik skemmti sér með stór­stjörnum hjá Elton John

Athafnamaðurinn Rúrik Gíslason er staddur í Los Angeles um þessar mundir og lætur sér ekki leiðast. Hann skellti sér í Óskarspartý hjá Elton John í gærkvöldi en þar voru hinar ýmsu Hollywood stórstjörnur. 

Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum

Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. 

Hám­horfið: Hvað er kvik­mynda­gerða­fólkið að horfa á?

Sjónvarpsglápið nær gjarnan hámarki á sunnudögum og eru einhverjir sem bíða í mikilli eftirvæntingu eftir heilaga hvíldardeginum til að geta loks lagst í sófann og hámhorft. Í dag tekur Lífið á Vísi púlsinn á sérfræðingum þegar það kemur að afþreyingarefni, kvikmyndagerðarfólki.

Sparks peysan og brúnkukremið eftir­minni­legt tíma­bil

Tískan spilar hlutverk í daglegu lífi förðunarfræðingsins, meistaranemans og samfélagsmiðla ofurskvísunnar Sara Linneth. Sara er í sambúð með Árna Páli, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, og þykja þau með smartari pörum bæjarins. Sara hefur farið í gegnum fjölbreytt tískutímabil en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Ég var í mörg ár að fá sjálfa mig til baka“

„Það er baráttukona í mér en það kom mér rosalega á óvart hvað ég var hugrökk í þessu ferli,“ segir tónlistarkonan Jóna Margrét sem hafnaði nýverið öðru sæti í Idolinu. Blaðamaður ræddi við Jónu um tónlistina, taugaáfall í æsku, að byggja sig upp, hafa trú á sér, tileinka sér jákvætt og kraftmikið hugarfar og taka framtíðinni opnum örmum.

Louis Vuitton taskan sem bæði týndist og fannst í upp­á­haldi

Það er nóg um að vera hjá Manúelu Ósk framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland en hún er dugleg að ferðast vegna starfs síns og er því nauðsynlegt að eiga góða tösku. Manúela Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? hér á Vísi.  

Sjá meira