Listræn og lífleg starfsemi í gömlu Áburðarverksmiðjunni Í Gufunesi, þar sem Áburðarverksmiðja ríkisins var áður, má nú finna fjölbreytta starfsemi. Í einni byggingunni hafa listamenn tekið sér bólfestu. Listamaðurinn Narfi Þorsteinsson og kvikmyndagerðamaðurinn Sindri Steinarsson gerðu myndband um starfsemina sem má sjá hér í pistlinum. 6.3.2024 12:07
Myndaveisla: Yfir þúsund manns í listrænu fjöri í Hveragerði Menningarlífið iðaði í Hveragerði síðastliðinn laugardag þar sem yfir þúsund manns lögðu leið sína á sýningaropnun Listasafns Árnesinga. Var um að ræða sýningu fimm listamanna sem öll hafa verið áberandi í sýningarhaldi undanfarin ár, bæði erlendis og hérlendis. 6.3.2024 09:01
Myndaveisla: Þotulið hönnunarbransans fagnaði með stæl Það var margt um manninn á efri hæð Priksins síðastliðinn föstudag við opnunarteiti Strik Stúdíó. Þotulið úr hönnunarbransanum lét sig ekki vanta og gestir skemmtu sér vel. 5.3.2024 12:21
Myndaveisla: Fullt út úr dyrum og næstum uppselt fyrir opnun Það var margt um manninn í opnun á nýju rými Gallery Ports síðastliðinn laugardag. Nokkrar stórstjörnur íslenskrar myndlistar stóðu þar á samsýningunni Lost Track en gestir biðu í röð eftir að komast inn og fullt var út úr dyrum. 4.3.2024 20:00
„Óþekka barnið“ í íslenskri myndlist fer nýjar leiðir „Ég hef auðvitað upplifað ýmis konar atburði og tráma eins og margir,“ segir myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson og bætir við að mikil heilun eigi sér stað þegar hann máli. Hann opnar sýninguna Rex Spirituum næstkomandi laugardag í VEST. 4.3.2024 17:00
Langar að breyta senunni og koma inn með jákvæðnina „Ég hef aldrei staðið jafn hratt upp til að segja pabba að ég væri kominn í fyrsta sæti,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Dagur Hermannsson, jafnan þekktur sem Danjel. Daníel er sautján ára gamall og stefnir langt í tónlistarbransanum en lagið hans SWAGGED OUT skaust á toppinn á streymisveitunni Spotify í síðustu viku. 4.3.2024 13:38
Hámhorfið: Hvað eru Æði strákarnir að horfa á? Marsmánuður er genginn í garð og stöðugt flæðir nýtt sjónvarpsefni inn á hinar ýmsu streymisveitur. Valkvíði þeirra sem elska að horfa á sjónvarp getur verið mikill í takt við offramboð af efni og þá eru góð ráð dýr. Lífið á Vísi heldur því áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks um hvað það er að horfa á. Í dag eru það strákarnir úr raunveruleikaþáttunum Æði sem deila sínu uppáhalds sjónvarpsefni. 3.3.2024 12:30
Þrífst vel í brjálaðri vinnumenningu í New York „Stundum hef ég verið að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen. Hún hefur verið búsett í New York undanfarin ár og tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum á borð við hina virtu listahátíð Art Basel í Miami. 3.3.2024 07:01
„Leyfðu öðrum að njóta lífsins og klæða sig eins og það vill“ Samfélagsmiðlastjórinn Mariane Sól Úlfarsdóttir elskar tískuna og tileinkar sér vistvænar leiðir í fatavali. Hún er í hópi kvenna sem standa fyrir forritinu Regn sem selur notuð föt, elskar að klæða sig upp og 35 ára gamall jakki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Mariane er viðmælandi í Tískutali. 2.3.2024 11:30
Samtal við mömmu sem olli straumhvörfum „Ef ég lít til baka þá sé ég að ég var alltaf að búa eitthvað til og skapa. Ég var alltaf að gera eitthvað skapandi en það var enginn að segja mér að fara þessa leið,“ segir listamaðurinn Loji Höskuldsson, sem hefur skrifað nafn sitt með j-i síðan í grunnskóla. Loji er með á samsýningu sem opnar í nýju rými Gallery Port á laugardaginn og eru verkin hans gríðarlega eftirsótt. 2.3.2024 07:01