Lífið

Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Birna Rún Kolbeinsdóttir og Guðný Björk Halldórsdóttir skemmtu sér vel á nýársfögnuði Sundlauga Reykjavíkur.
Birna Rún Kolbeinsdóttir og Guðný Björk Halldórsdóttir skemmtu sér vel á nýársfögnuði Sundlauga Reykjavíkur. Róbert Arnar

Starfsmenn Sundlauga Reykjavíkur skemmtu sér með stæl á nýársfögnuði sem haldinn var í Þróttaraheimilinu. Margt var um manninn og gleðin var við völd.

Þemað var Hollywood og Óskarsverðlaunin og klæddust veislugestir sínu fínasta pússi. Sömuleiðis var ákveðnum starfsmönnum veittur Óskarinn við mikinn fögnuð.

Skemmtinefndin útbjó hið svokallaða Laugaskaup sem gerir grín af því helsta sem laugaverðir Reykjavíkur lenda í vegna starfsins. Myndbandið hlaut hlátrasköll og lófaklapp og voru gestir í miklu stuði. Veislustjórar kvöldsins voru Björn Berg Pálsson og Guðný Björk Halldórsdóttir en sú síðarnefnda þeytti svo skífum og sá fyrir dansi langt fram eftir kvöldi. 

Dóri DNA kitlaði hláturtaugar gesta, hljómsveitin Nostalgía lék fyrir dansi og Tómas Helgi tók vel valin lög. 

Hér má sjá vel valdar myndir af herlegheitunum: 

Birna Rún Kolbeinsdóttir var með símann á lofti.Róbert Arnar
Dóri DNA sagði brandara.Róbert Arnar
Mikið stuð!Róbert Arnar
Skál í boðinu!Róbert Arnar
Þessar brostu breitt!Róbert Arnar
Björn Berg og tæknistjóri kvöldsins Abenezer Wondwossen sem er laugarvörður i Árbæjarlaug.Róbert Arnar
Þemað var Óskarinn.Róbert Arnar
Apríl, Tania, Guðný Björk og Birna Rún glæsilegar!Róbert Arnar
Björn Berg og Guðný Björk stýrðu veislunni.Róbert Arnar
Vúhú!Róbert Arnar
Sonja í góðum félagsskap!Róbert Arnar
Þemað var tekið alla leið og sundlaugarnar settar á Hollywood stjörnur.Róbert Arnar
Skvísur að skála!Róbert Arnar
Boxpúðinn sló í gegn!Róbert Arnar
Sundlaugaskvísurnar frá Laugardalslaug, Birna Rún, Guðný Björk og Apríl.Róbert Arnar
Glæsilegar.Róbert Arnar
Boxpúðinn góði.Róbert Arnar
Gleðin leyndi sér ekki.Róbert Arnar
VIP!Róbert Arnar
Abenezer Wondwossen, Björn Berg og Guðný Björk.Róbert Arnar
Stuð!Róbert Arnar
Allt lagt í höggið!Róbert Arnar
Guðný Björk í stuði!Róbert Arnar
Margt var um manninn.Róbert Arnar
Laugar Oscars!Róbert Arnar
Glæsilegir gestir!Róbert Arnar
Björn Berg og Guðný Björk í góðum félagsskap.Róbert Arnar
Gleði og gaman!Róbert Arnar
Birna Rún og Guðný Björk Laugardalslaugardrottningar.Róbert Arnar
Birna og Apríl í banastuði!Róbert Arnar
Gull og seðlar!Róbert Arnar
Verðlaunahafar Óskarsins voru hrærðir.Róbert Arnar
Margir gestir kýldu í boxpúðann.Róbert Arnar
Flottir í fjöriRóbert Arnar
Guðný Björk skipti um klæðnað!Róbert Arnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.