Tíska og hönnun

Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Stjörnurnar fóru nýstárlegar leiðir í klæðaburði fyrir Grammy hátíðina. Bianca Censori, hér í miðjunni, var fáklæddasta stjarnan á dreglinum. 
Stjörnurnar fóru nýstárlegar leiðir í klæðaburði fyrir Grammy hátíðina. Bianca Censori, hér í miðjunni, var fáklæddasta stjarnan á dreglinum.  Samsett/Getty

Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 

Chappell Roan

Rísandi stórstjarnan Chappell Roan vekur alltaf athygli á dreglinum fyrir einstakan og mjög svo listrænan persónulegan stíl. Hún hlaut verðlaun í flokknum Besti nýi listamaðurinn og skein skært í kjól frá Jean Paul Gaultier. Kjóllinn er sannkallað listaverk og á pilsinu má sjá endurgerð af sögulegum ballerínuverkum Edgar Degas. 

Chappell Roan glæsileg í Jean Paul Gaultier. Í þakkarræðu sinni lagði hún áherslu á mikilvægi þess að fólk í tónlistarbransanum hefði gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy

Beyoncé

Ein stærsta stjarna heimsins Beyoncé lét sig ekki vanta á Grammy hátíðina og vann til verðlauna í flokknum besta platan fyrir Cowboy Carter. Hún glitraði í gylltum kjól frá einum nettasta tískuhönnuðinum Schiaparelli. 

Beyoncé er með puttann á púlsinum á heitustu hönnuðum heims. Hún rokkaði listaverkakjól frá Schiaparelli.Matt Winkelmeyer/Getty Images for The Recording Academy

Bianca Censori

Fyrirsætan Bianca Censori hefur líklega komist nálægt því að brjóta internetið með klæðaburði sínum í gærkvöldi. Hún klæddist gegnsæjum stuttum ljósum kjól og engu undir. Með henni var Kanye West eiginmaður hennar.

Kanye West og Bianca Censori.Jon Kopaloff/WireImage

Julia Fox

Fyrirsætan og leikkonan Julia Fox mætti í gegnsæju fitti, nærfötum undir og með gula uppþvottahanska. 

Julia Fox mætti með gula uppþvottahanska.Jeff Kravitz/FilmMagic

Taylor Swift

Ein vinsælasta tónlistarkona fyrr og síðar Taylor Swift skein skært í rauðum stuttum kjól frá breska tískuhúsinu Vivienne Westsood. Rauður er einn hennar uppáhalds litur og hefur hún meðal annars gefið út plötu sem heitir Red. 

Taylor Swift í rauðum Vivienne Westwood.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic

Jaden Smith

Tónlistarmaðurinn Jaden Smith klæddist svörtum jakkafötum frá Louis Vuitton og var með heilt hús á hausnum. 

Jaden Smith með nýstárlegan hatt.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy

Willow Smith

Willow Smith rokkaði glitrandi svört nærföt við svartan jakka. 

Willow Smith rokkaði svört steinuð nærföt við svartan jakka og svarta skó.Frazer Harrison/Getty Images

Jourdin Pauline

Það var gul viðvörun á dreglinum hjá Jourdin Pauline. Hún er glæsileg í gulum þröngum glansandi kjól með hanska í stíl. Gulur hefur ekki verið áberandi í hátískunni að undanförnu en það er spurning hvort hann fari að láta meira á sér kræla á næstu misserum. 

Tónlistarkonan Jourdin Pauline geggjuð í gulu.Frazer Harrison/Getty Images

Markos D1 og snákurinn

Tónlistarmaðurinn og framleiðandinn Markos D1 elskar snáka og lét það svo sannarlega skína í gegn í gær. Nýtt trend: Að rokka glitrandi steinanað snák yfir axlirnar.  

Markos D1 elskar snáka.Frazer Harrison/Getty Images

Sabrina Carpenter

Ein vinsælasta tónlistarkonan í dag Sabrina Carpenter hlaut Grammy verðlaun fyrir besta popp flutninginn á laginu Espresso. Hún var úti lengi í gær því hún er söngkona (I'm working late, 'cause I'm a singer eins og segir í lagi hennar) og var stórglæsileg í ljósbláum fjaðurkjól frá JW Anderson.

Sabrina Carpenter er ljósblár draumur í þessum satín kjól.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy

Troye Sivan

Poppstjarnan Troye Sivan geislaði í satín Prada jakkafötum í fjólubláum tónum með fjólubláan trefil við. 

Troye Sivan alltaf fabjúlöss.Kevin Mazur/Getty Images for The Recording Academy

Sierra Ferrell

Sierra Ferrell vann til ferna verðlauna í gær og brosti fyrir myndavélarnar með fangið fullt af verðlaunum. Sierra skein skært í rokókkó kjól frá Jeffrey Kelly Designs. 

Sierra Ferrell með fangið fullt af Grammy verðlaunum en hún vann til ferna verðlauna og sigraði í öllum flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún er glæsileg í kjól frá Jeffrey Kelly Designs í rokókkó stíl. Kjóll í anda Marie Antionette!Jason Armond / Los Angeles Times via Getty Images






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.