Tíska og hönnun

Tískan við þing­setningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Þingmenn klæddust sínu fínasta pússi við þingsetningu í dag.
Þingmenn klæddust sínu fínasta pússi við þingsetningu í dag. SAMSETT

Alþingi var sett í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í kjölfar eftirminnilegra kosninga 2024. Margir nýir þingmenn mæta til leiks í fyrsta sinn og má skynja eftirvæntingu í loftinu. Eftirfarandi spurning brennur eflaust á einhverjum lesendum: Hverjir klæddust hverju? 

Íslensk hönnun er að vanda áberandi á þingmönnum okkar og sömuleiðis íslenski þjóðbúningurinn. Diljá Mist Einarsdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum og Arna Lára Jónsdóttir hjá Samfylkingunni völdu báðar hönnun Hildar Yeoman. 

Arna Lára Jónsdóttir valdi grænan Yeoman kjól og græna skó við. Kristján Þórður Snæbjarnarson, Samfylkingunni, rokkaði blá jakkaföt við brúna skó.Vísir/Vilhelm
Diljá Mist Einarsdóttir í Yeoman setti við líflega prjónapeysu.Vísir/Vilhelm

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Halla Hrund Logadóttir skelltu sér allar í þjóðbúninginn.

Ingibjörg Isaksen, Framsókn, klæddist einstökum þjóðbúning.Vísir/Vilhelm

Sigríður Andersen, Sjálfstæðisflokknum, skartaði síðum svörtum loðfeldi og háum hælum. 

Sigríður Andersen veigraði sér ekki við háum hælum í snjónum.Vísir/Vilhelm

Ragna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, fór skandinavískar leiðir og valdi kjól frá danska tískumerkinu Gestuz, svarta kápu frá Stine Goya og skó frá hátískumerkinu Balenciaga. Hún var að vanda með skart frá Hik&Rós. 

Ragna Sigurðardóttir hjá Samfylkingunni gekk örugg um í Balenciaga skóm og Gestuz kápu. Þórunn Sveinbjarnardóttir flokkssystir hennar skellti sér í appelsínugula úlpu en sambærilega úlpu má meðal annars finna hjá vörumerkinu Superdry.Vísir/Vilhelm

Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis og ein best klædda kona landsins sló ekki slöku við og var glæsileg í eldrauðum mjóum hælum og köflóttum mittisjakka. Þvílík tískuskvís. 

Ragna Árnadóttir í rauðum háum hælum.Vísir/Vilhelm
Ragna Árnadóttir fer einstakar leiðir í tískunni.Vísir/Vilhelm

Þórdís Kolbrún, Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli í gulri yfirhöfn við 70's bláar satín buxur. Guli liturinn er að ryðja sér til rúms í tískunni 2025. 

Þórdís Kolbrún í gulum jakka og Hildur Sverrisdóttir flokkssystir hennar í dökkbláu.Vísir/Vilhelm

Áslaug Arna sem býður sig nú fram til formanns Sjálfstæðisflokksins var í Malene Birger silkikjól og Kalda stígvélum en Kalda er eitt heitasta íslenska skómerkið. Áslaug hélt svo á Gucci tösku í svörtum lit sem tónaði vel við stígvélin.

Áslaug Arna í kampavínstónuðum silkikjól.Vísir/Vilhelm

María Rut Kristinsdóttir, Viðreisn, er í blússu og skóm úr Hjá Hrafnhildi.

„Pilsið var svo í eigu Sigrúnar Gerðu Gísladóttur sem var eiginkona Einars Odds Kristjánssonar fyrrverandi þingmanns og ömmubróður míns á Sólbakka á Flateyri. Hún var mér mjög kær og mér fannst fallegt að fá að heiðra hana með pilsinu hennar. Enda var hún mjög elegant kona,“ segir María Rut í samtali við Vísi. 

María Rut Kristinsdóttir, Viðreisn, í blússu og skóm úr Hjá Hrafnhildi og pilsi sem er henni mjög kært. Ingvar Þóroddsson, Viðreisn, í dökkgráum jakkafötum og Halla Hrund, Framsókn, í íslenska þjóðbúningnum.Vísir/Vilhelm

Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, klæddist íslenska þjóðbúningnum en upphlutur Þorgerðar er frá ömmu hennar og nöfnu, Þorgerði. Hún klæddist honum fyrst árið 2000 og hann hefur fylgt henni í gegnum nokkrar þingsetningar. 

Ásthildur Lóa, Flokki fólksins, í brúntóna satín pilsi við drapplitað ullarsjal. Þorgerður Katrín í íslenska þjóðbúningnum og upphlut frá ömmu sinni og nöfnu. Þorgerður leiddi Ingu Sæland niður tröppur Alþingis og huldi sig fyrir snjónum með ullarsjali.Vísir/Vilhelm

Hér má sjá fleiri tískumyndir frá þingsetningu sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók: 

Alma Möller í konunglegri kápu í djúpfjólubláum lit og skóm sem eru mjög sambærilegir skóm sem hátískurisinn Jimmy Choo hefur gefið út í sama litatón.Vísir/Vilhelm
Halla Tómasdóttir skellti sér í drapplitað skjal frá íslenska merkinu As We Grow.Vísir/Vilhelm
Dagbjört Hákonardóttir, Samfylkingunni, í fjólubláum prjónakjól frá íslenska hönnuðinum Magneu.Vísir/Vilhelm
Jón Gnarr í tvít jakkafötum og vesti frá Kormáki og Skildi og töff gönguskóm við.Vísir/Vilhelm
Karlmennirnir voru flestir í dökkbláu eða svörtu. Víðir Reynisson, Samfylkingunni, og Sigmar Guðmundsson, Viðreisn, völdu báðir bláa tóna.Vísir/Vilhelm
Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, í íslenska þjóðbúningnum.Vísir/Vilhelm
Kristrún Frostadóttir valdi jarðliti og Inga Sæland klæddist svörtu við drapplitaðan rykfrakka.Vísir/Vilhelm
Samfylkingarfólkið Þórunn Sigurbjarnardóttir og Víðir Reynisson brostu fram á veginn. Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, í íslenska þjóðbúningnum.Vísir/Vilhelm
Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, í brúntóna kjól en sambærilegan kjól má finna í versluninni Mathildu.Vísir/Vilhelm
Biskupinn okkar séra Guðrún Karls Helgudóttir er alltaf smart. Hún klæddist þessum skemmtilega mynstruðu buxum og svartri og vínrauðri skyrtu en skartaði auðvitað prestskuflinum við athöfnina í Dómkirkjunni.Vísir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.