Sameina menningu, ferðamál, íþróttir og tómstundir undir eitt svið Borgarráð samþykkti í dag að sameina menningar- og ferðamálasvið (MOF) og íþrótta- og tómstundasvið (ÍTR). Markmiðið er að styrkja málaflokkana með því að nýta samlegð í innviðum. 21.7.2022 14:48
Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. 21.7.2022 13:49
Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21.7.2022 12:45
Elsti karlkyns pandabjörn sögunnar dauður Pandabjörninn An An var svæfður í morgun í dýragarðinum Ocean Park í Hong Kong. Engin karlkyns pandabjörn hefur lifað lengur en An An svo vitað sé en hann náði 35 ára aldri. 21.7.2022 11:01
Fundu Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarka Bandarísk yfirvöld hafa fundið Fabergé-egg um borð í snekkju ólígarkans Suleiman Kerimov. Lagt var hald á snekkjuna í Fiji í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. 21.7.2022 10:20
Fjöldi nýrra skilta verði tekin í notkun Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur gert drög af reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra. Hópurinn leggur meðal annars til að tekin verði upp rúmlega fimmtíu ný umferðarmerki, tæplega tuttugu nýjar yfirborðsmerkingar og tvenn ný umferðarljós. 20.7.2022 15:46
Leita að árásargjörnum apa sem brýst inn til fólks Api hefur síðustu vikur brotist inn í hús borgarinnar Ogori á eyjunni Honshu í Japan. Hann hefur ráðist á að minnsta kosti tuttugu íbúa borgarinnar, bitið þá og klórað. 20.7.2022 14:23
Fundu hundrað milljón ára gömul risaeðlufótspor Steingervingafræðingar í Sichuan-héraði í Kína hafa tilkynnt að spor sem fundust fyrir utan veitingastað í bænum Leshan séu eftir risaeðlur. Talið er að risaeðlurnar hafi skilið fótsporinn eftir fyrir hundrað milljón árum síðan. 20.7.2022 13:23
Einn stunginn í vopnuðu ráni í Reykjavík Lögreglu var tilkynnt um vopnað rán í Reykjavík snemma í morgun. Tveir aðilar heimtuðu þar fíkniefni af tveimur öðrum. Átök komu upp á milli mannanna og hlaut eitt fórnarlamba ránstilraunarinnar stungusár á handlegg. Árásaraðilarnir voru þó handteknir og vistaðir í fangageymslu. Hinn slasaði fór með sjúkrabíl á bráðamóttöku. 20.7.2022 11:53
Carlsen ætlar ekki að verja titil sinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, ætlar ekki að freista þess að verja titil sinn. Hann segist ekki finna fyrir neinum hvata til þess að tefla um titilinn sjötta sinn. 20.7.2022 11:34