Segir gleraugun ekki keypt á AliExpress Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum. 20.7.2022 11:17
Fjölgun endursmita sýni fram á dvínandi vernd Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Fjölgunin sýnir fram á að því lengra frá fyrsta smiti, því líklegra að fólk endursmitist og því merki um dvínandi vernd gegn Covid-19 veirunni. 20.7.2022 10:02
Grafa brann í Grafarholti Eldur kom upp í lítilli gröfu í Grafarholti í dag. Slökkviliðið er nú á svæðinu og er búið að slökkva eldinn. 20.7.2022 09:43
Óvenju há rafleiðni í Jökulsá á Sólheimasandi Rafleiðni mælist óvenjulega há í Jökulsá á Sólheimasandi. Ferðafólki og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu er ráðlagt að vera á varðbergi. 19.7.2022 16:32
Arion banki varar við fölskum smáskilaboðum Smáskilaboð sem látin eru líta út eins og þau séu frá Arion banka hafa verið send á fjölmarga landsmenn upp á síðkastið. Arion banki segir þau vera fölsk og varar við því að ýta á hlekkinn sem fylgir skilaboðunum. 19.7.2022 16:09
Pítsasendill bjargaði fimm börnum úr eldsvoða Pítsasendillinn Nicholas Bostic bjargaði í vikunni fimm börnum úr eldsvoða í bænum Lafayette í Indiana-ríki. Hann var inni í brennandi húsinu í fimmtán mínútur. 19.7.2022 15:57
Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. 19.7.2022 15:29
Geimjakki Buzz Aldrin frá tungllendingunni á leið á uppboð Jakkinn sem geimfarinn Buzz Aldrin var klæddur í þegar hann var annar í sögunni til að stíga á tunglið er á leiðinni á uppboð. Talið er að jakkinn gæti selst á tvær milljónir dollara, rúmar 270 milljónir íslenskra króna. 19.7.2022 14:06
Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. 19.7.2022 13:02
Tíu ára heimsmeistari sigrar vegfarendur fyrir úkraínska herinn Valeria Yezhova, heimsmeistari í dammi (e. checkers), hefur síðustu daga boðið fólki að spila gegn sér, gegn gjaldi. Yezhova, sem er einungis tíu ára gömul, hefur ekki tapað einum einasta leik síðan hún hóf söfnunina. 19.7.2022 12:03