Fer í framboð 95 ára Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 16:50 Lollobrigida á níutíu ára afmælisdaginn árið 2017. EPA/Angelo Carconi Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus. Lollobrigida skaust upp á stjörnuhimininn árið 1947 þegar hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ítalía og endaði í þriðja sæti. Eftir það fór hún að leika í kvikmyndum og árið 1953 vann hún til BAFTA-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Brauð, ást og draumar (e. Pane, amore e fantasia). Sama ár lék hún í myndinni Beat the Devil og var það hennar fyrsta kvikmynd þar sem töluð var enska. Hún lék þar á móti Humphrey Bogart en hún átti eftir að leika með fleiri heimsfrægum leikurum, líkt og Burt Lancaster, Anthony Quinn og söngvaranum Frank Sinatra. Hún minnkaði við sig í leiklistinni í byrjun áttunda áratugarins en sneri aftur um skammt skeið tíu árum síðar. Síðustu ár hefur hún einbeitt sér að öðruvísi list en leiklistinni, þar á meðal myndlist og högglist. Nú stefnir hún hins vegar á feril í stjórnmálum og ætlar að bjóða sig fram fyrir Ítalska fullveldisflokkinn. Hún segist vera orðin þreytt á því að hlusta á stjórnmálamenn rífast við hvorn annan án þess að komast að niðurstöðu. „Ég mun berjast fyrir því að fólkið fái að velja, frá heilbrigðismálum til jafnréttismála. Ítalía er í slæmu ástandi, ég vil gera eitthvað gott og jákvætt,“ sagði hún í viðtali við ítalska miðilinn Corriere della Sera á sunnudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lollobrigida fer í framboð en árið 1999 bauð hún sig fram til Evrópuþingsins en tókst ekki að komast þangað inn. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14. maí 2013 09:08 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira
Lollobrigida skaust upp á stjörnuhimininn árið 1947 þegar hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ítalía og endaði í þriðja sæti. Eftir það fór hún að leika í kvikmyndum og árið 1953 vann hún til BAFTA-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Brauð, ást og draumar (e. Pane, amore e fantasia). Sama ár lék hún í myndinni Beat the Devil og var það hennar fyrsta kvikmynd þar sem töluð var enska. Hún lék þar á móti Humphrey Bogart en hún átti eftir að leika með fleiri heimsfrægum leikurum, líkt og Burt Lancaster, Anthony Quinn og söngvaranum Frank Sinatra. Hún minnkaði við sig í leiklistinni í byrjun áttunda áratugarins en sneri aftur um skammt skeið tíu árum síðar. Síðustu ár hefur hún einbeitt sér að öðruvísi list en leiklistinni, þar á meðal myndlist og högglist. Nú stefnir hún hins vegar á feril í stjórnmálum og ætlar að bjóða sig fram fyrir Ítalska fullveldisflokkinn. Hún segist vera orðin þreytt á því að hlusta á stjórnmálamenn rífast við hvorn annan án þess að komast að niðurstöðu. „Ég mun berjast fyrir því að fólkið fái að velja, frá heilbrigðismálum til jafnréttismála. Ítalía er í slæmu ástandi, ég vil gera eitthvað gott og jákvætt,“ sagði hún í viðtali við ítalska miðilinn Corriere della Sera á sunnudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lollobrigida fer í framboð en árið 1999 bauð hún sig fram til Evrópuþingsins en tókst ekki að komast þangað inn.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14. maí 2013 09:08 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira
Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14. maí 2013 09:08