Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum sem send var út eftir fund viðbragðsaðila í morgun. Þar kemur einnig fram að 5.180 manns hafi farið um gossvæðið í gær.
Eftirlit við gosstöðvarnar gekk vel í gær þrátt fyrir að nokkrir hafi þurft aðstoð við að komast niður af fjalli. Vísa þurfti nokkrum fjölskyldum með ung börn frá. Þá ökklabrotnaði einn aðili á göngu sinni.