Gunnar íhugar framtíð sína hjá UFC sem slítur samstarfi sínu við USADA Óvíst er hvað íslenski UFC bardagakappinn Gunnar Nelson mun gera ef fyrirhuguð endalok á samstarfi UFC við bandaríska lyfjaeftirlitið raungerast. Þetta segir Haraldur Nelson, faðir hans og umboðsmaður en mikil óvissa er uppi varðandi það hvernig og yfir höfuð hvort UFC muni halda áfram að láta lyfjaprófa sína bardagamenn frá og með 1. janúar á næsta ári. 12.10.2023 14:31
Ecclestone játaði sök í skattsvikamáli í dómssal í morgun Bernie Ecclestone, fyrrum eigandi Formúlu 1 mótaraðarinnar, hefur játað sök í skattsvika máli sem höfðað var gegn honum eftir að upp komst að hann hefði haldið 400 milljónum punda leyndum fyrir breskum stjórnvöldum í sjóði í Singapúr. 12.10.2023 11:30
Líf fótboltamannsins sé ekkert eðlilegt: „Annað hvort ertu snillingur eða hálfviti“ Alfreð Finnbogason, einn af reyndari leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir mikilvægt fyrir yngri leikmenn liðsins að hafa reyndari leikmenn sér við hlið. Blandan í íslenska landsliðshópnum núna sé mjög góð hvað þetta varðar. 12.10.2023 10:30
Landsliðsþjálfarinn svarar fyrir gagnrýni á spilamennsku liðsins Spilamennska íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undanförnum leikjum hefur sætt mikilli gagnrýni. Þrátt fyrir sigur gegn Wales í síðasta verkefni var ýmislegt í leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. Þá var frammistaðan á útivelli gegn Þjóðverjum í 4-0 tapi alls ekki sannfærandi. 12.10.2023 10:13
Rúnar Alex ekki misst trúna úti þrátt fyrir krefjandi tíma Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, segir stefnu liðsins vera að sækja sex stig úr komandi tveimur heimaleikjum liðsins í undankeppni EM 2024. Rúnar Alex kemur inn í verkefnið með fáar mínútur á bakinu á yfirstandandi tímabili hjá sínu félagsliði, Cardiff City. 12.10.2023 09:31
Aðdáendur geta ekki beðið í ljósi nýjustu stórfrétta frá UFC Það mætti með sanni segja að síðustu tveir sólarhringar hafi verið ansi viðburðaríkir hjá UFC sem hefur með skömmu millibili þurft að gera ansi drastískar breytingar á einu af, ef ekki stærsta bardagakvöldi ársins. Þær breytingar sem hafa þó verið gerðar á tveimur af aðalbardögum kvöldsins eru að falla ansi vel í kramið. 12.10.2023 09:00
Andri Lucas þvertekur fyrir meint rifrildi Andri Lucas Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska A-landsliðið í fótbolta, verðskuldað, eftir að hafa slegið í gegn með danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby upp á síðkastið. Andri Lucas segir það gefa liðinu mikið að hafa Gylfa Þór og Aron Einar í hópnum og þá þvertekur hann fyrir sögusagnir sem birtust í dönskum miðlum þess efnis að hann stæði í stappi við þjálfara IFK Norrköping. 12.10.2023 08:31
Segir ekkert hæft í sögusögnum sem eru á kreiki um Messi: „Getið gleymt því“ Spænski blaðamaðurinn Gillem Balague, sem þekkir vel til argentínsku fótboltagoðsagnarinnar Lionel Messi, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann sé á leið á láni frá bandaríska MLS liðinu Inter Miami er tímabilinu í Bandaríkjunum lýkur. 12.10.2023 08:02
Endurkoma Gylfa Þórs gefi landsliðinu gríðarlega mikið Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður íslenska landsliðsins er kominn á fullt aftur í boltanum eftir að meiðsli héldu honum frá síðasta verkefni landsliðsins. Hann er spenntur fyrir komandi heimaleikjum liðsins í undankeppni EM og segir endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar í landsliðið vera frábærar fréttir. 11.10.2023 17:01
„Ég get ekki kvartað yfir neinu“ Ísak Bergmann Jóhannesson kemur fullur sjálfstrausts inn í verkefni með íslenska landsliðinu eftir að hafa fótað sig vel í þýsku B-deildinni með Fortuna Dusseldorf. 11.10.2023 15:00