Fá slæma útreið eftir skellinn gegn Íslandi Það virðist sem svo að dagar Alon Hazan landsliðsþjálfara Ísrael og Yossi Benayoun yfirmanns knattspyrnusmála, í starfi hjá ísraelska knattspyrnusambandinu séu taldir eftir niðurlægjandi tap gegn Íslandi í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM í sumar. Þeir fá báðir mikla útreið í ísraelskum miðlum eftir leik. 22.3.2024 11:31
McGregor staðfestir endurkomu sína í UFC Það virðist allt stefna í að írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor, goðsögn í sögu UFC sambandsins, muni stíga aftur inn í bardagabúrið í sumar. McGregor segir samkomulag hafa náðst við UFC um að hann komi fram á bardagakvöldi sambandsins í sumar. 21.3.2024 17:45
Löng ferðalög en ekki erfiður riðill hjá Íslandi í undankeppni EM Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta lentu ekki í erfiðum riðli þegar dregið var í undankeppni EM 2026 í handbolta í Kaupmannahöfn í dag. 21.3.2024 15:14
Opinn fyrir öllu á Íslandi Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson, sem starfar sem þjálfari hjá þýska liðinu Ratiopharm í Ulm, segir endurkomu í íslenska boltann klárlega vera valmöguleika fyrir sig. Baldur hefur verið orðaður við þjálfarastöður hjá nokkrum íslenskum liðum undanfarið. 21.3.2024 11:32
Sá föður sinn skrifa söguna: Reiðubúinn í að rita næsta kafla Andri Lucas Guðjohnsen, atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta segir að draumur sinn myndi rætast ef íslenska landsliðinu tækist að tryggja sér sæti á komandi Evrópumóti í fótbolta. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um EM sæti í kvöld. 21.3.2024 11:01
Er stress í liði Íslands? „Öðruvísi spennustig en maður er vanur“ Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, getur ekki beðið eftir því að halda út á völl og leika gegn Ísrael í mikilvægum undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM. Möguleiki er á því að leikurinn fari alla leið í vítaspyrnukeppni, Arnór hefur reynslu af þeim en vill helst sleppa við að halda í svoleiðis keppni í þessum leik. Klára frekar bara verkefnið áður en til þess myndi koma. 21.3.2024 10:01
Ísraelar segja Ísland vera að drukkna í krísu Á ísraelska vefmiðlinum One má finna ítarlegan greinarstúf sem ber nafnið Ísland í sídýpkandi krísu. Þar eru málavendingar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár rekin en á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. 20.3.2024 10:09
Fádæma óheppni Kolbeins: „Hallaði mér alveg utan í vælubílinn“ Kolbeinn Kristinsson, eini atvinnumaður okkar Íslendinga í hnefaleikum hefur verið einstaklega óheppinn undanfarna mánuði. Þrátt fyrir skakkaföll eru draumar hans í hnefaleikum enn til staðar. Kolbeinn ætlar sér að verða heimsmeistari. 18.3.2024 09:00
„Yrðu vonbrigði fyrir Ísland og Albert“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í endurkomu Alberts Guðmundssonar á blaðamannafundi í dag, fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku, sem og möguleikann á að taka þurfi hann úr hópnum ef niðurfellingin á hans máli verði kært. 15.3.2024 17:16
Tárvot goðsögnin vöknuð eftir að hafa bjargað lífi foreldra sinna Mark Coleman, meðlimur í frægðarhöll UFC-sambandsins, er kominn til meðvitundar og í stöðugu ástandi eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús og svæfður vegna áverka sem hann hlaut við að bjarga foreldrum sínum út úr brennandi húsi. 15.3.2024 13:31