Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kröfurnar um titil minnki klár­­lega ekki með inn­komu Gylfa

Arnar Grétars­son, þjálfari Vals, er þakk­látur fólkinu í knatt­spyrnu­deild fé­lagsins fyrir að hafa landað Gylfa Þór Sigurðs­syni sem skrifaði undir tveggja ára samning í gær. Gylfi sé á á­kveðinni per­sónu­legri veg­ferð, vilji á sama tíma vinna titla með Val og segir Arnar að kröfurnar um að hann fari að skila inn titlum sem þjálfari liðsins minnki klár­lega ekki með inn­komu Gylfa Þórs.

„Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“

Fé­lags­skipti Gylfa Þórs Sigurðs­sonar eru klár­lega stærstu fé­lags­skiptin í sögu ís­lenska boltans að mati Baldurs Sigurðs­sonar, sér­fræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyfti­stöng fyrir fé­lagið og ís­lenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 

Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“

Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann.

Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val

Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals.

Kenne­dy vill NFL leik­stjórnanda sem vara­for­seta­efni sitt

Robert F. Kenne­dy yngri, ó­háður fram­bjóðandi til em­bættis for­seta Banda­ríkjanna, er sagður hafa viðrað þá hug­mynd við NFL leik­stjórnandann Aaron Rod­gers eða hann verði vara­for­setaefni sitt í komandi for­seta­kosningum í Banda­ríkjunum.

Klopp skaut niður sögu­sagnir: „Hann er ekki heimskur“

Jur­gen Klopp, knatt­spyrnu­stjóri Liver­pool var spurður út í sögu­sagnir á blaða­manna­fundi í dag þess efnis að nýr fram­kvæmda­stjóri knatt­spyrnu­mála hjá fé­laginu, Michael Edwards hafi beðið hann um að halda á­fram sem knatt­spyrnu­stjóri Liver­pool að loknu yfir­standandi tíma­bili. Þjóð­verjinn, sem hefur gefið það út að yfir­standandi tíma­bil sé hans síðasta hjá Liver­pool, var fljótur að skjóta þær sögu­sagnir niður.

Guð­ný orðin leik­maður Kristian­stad

Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Guðný Árnadóttir hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad og gengur hún til liðs við félagið frá ítalska liðinu AC Milan. Þetta staðfestir Kristianstad í fréttatilkynningu á miðlum sínum.

Henry lét sig hverfa fyrir hetju­dáð Raya

At­hæfi Thierry Henry. Goð­sagnar í sögu enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal á Emira­tes leik­vanginum. Í þann mund sem David Raya mark­vörður liðsins drýgði hetju­dáð, í víta­spyrnu­keppni gegn Porto í 16-liða úr­slitum Meistara­deildar Evrópu í gær, hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum.

Sjá meira