Kröfurnar um titil minnki klárlega ekki með innkomu Gylfa Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, er þakklátur fólkinu í knattspyrnudeild félagsins fyrir að hafa landað Gylfa Þór Sigurðssyni sem skrifaði undir tveggja ára samning í gær. Gylfi sé á ákveðinni persónulegri vegferð, vilji á sama tíma vinna titla með Val og segir Arnar að kröfurnar um að hann fari að skila inn titlum sem þjálfari liðsins minnki klárlega ekki með innkomu Gylfa Þórs. 15.3.2024 09:16
„Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“ Félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar eru klárlega stærstu félagsskiptin í sögu íslenska boltans að mati Baldurs Sigurðssonar, sérfræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyftistöng fyrir félagið og íslenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 14.3.2024 23:01
Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“ Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann. 14.3.2024 15:32
„Hefur gífurlega mikla þýðingu fyrir Val og íslenskan fótbolta“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins sé uppskera þeirra gríðarlegrar vinnnu sem farið hefur verið í hjá Val undanfarin ár. Valur væntir mikils af Gylfa Þór. Koma hans sé gríðarleg viðurkenning fyrir félagið. 14.3.2024 10:34
Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals. 14.3.2024 08:39
Sex handteknir í sérstakri aðgerð lögreglunnar á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið sex manns í tengslum við innbrot á heimilum þekktra og auðugra einstaklinga í höfuðborginni Madríd. 13.3.2024 16:31
Kennedy vill NFL leikstjórnanda sem varaforsetaefni sitt Robert F. Kennedy yngri, óháður frambjóðandi til embættis forseta Bandaríkjanna, er sagður hafa viðrað þá hugmynd við NFL leikstjórnandann Aaron Rodgers eða hann verði varaforsetaefni sitt í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. 13.3.2024 16:00
Klopp skaut niður sögusagnir: „Hann er ekki heimskur“ Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool var spurður út í sögusagnir á blaðamannafundi í dag þess efnis að nýr framkvæmdastjóri knattspyrnumála hjá félaginu, Michael Edwards hafi beðið hann um að halda áfram sem knattspyrnustjóri Liverpool að loknu yfirstandandi tímabili. Þjóðverjinn, sem hefur gefið það út að yfirstandandi tímabil sé hans síðasta hjá Liverpool, var fljótur að skjóta þær sögusagnir niður. 13.3.2024 15:31
Guðný orðin leikmaður Kristianstad Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Guðný Árnadóttir hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad og gengur hún til liðs við félagið frá ítalska liðinu AC Milan. Þetta staðfestir Kristianstad í fréttatilkynningu á miðlum sínum. 13.3.2024 13:10
Henry lét sig hverfa fyrir hetjudáð Raya Athæfi Thierry Henry. Goðsagnar í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal á Emirates leikvanginum. Í þann mund sem David Raya markvörður liðsins drýgði hetjudáð, í vítaspyrnukeppni gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. 13.3.2024 13:01