Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ Aron Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 10:00 Patrick Pedersen er lykilmaður hjá Val og leikur í kvöld sinn 200. leik í efstu deild hér á landi. Hann nálgast markamet Tryggva Guðmundssonar. vísir/Anton Valsarinn Patrick Pedersen mun í kvöld komast í tvö hundruð leikja klúbbinn í efstu deild þegar Valur heimsækir Stjörnuna í Bestu deildinni. Stór áfangi sem skiptir Danann miklu máli. Upphaflega ætlaði hann sér að stoppa stutt við á Íslandi en hefur nú hrifist af landi og þjóð. „Þetta skiptir mig miklu máli, er stór áfangi að ná. Eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég bjóst klárlega ekki við því að spila tvö hundruð leiki hér. En hérna erum við þó. Tvö hundruð leikjum síðar.“ Patrick viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð það fyrir sér að ná þessum áfanga á Íslandi eftir að hafa komið fyrst til Vals á láni frá Danmörku árið 2013. „Planið hjá mér þá var að spila þessa tíu leiki sem eftir stæðu á tímabilinu og snúa svo aftur til Danmerkur sanna mig þar. Valur lagði hins vegar mikið í að ná mér eftir það tímabil, mér leið mjög vel hér og ákvað því að snúa aftur.“ Og þrátt fyrir að hafa samið við önnur lið erlendis inn á milli þá hefurðu alltaf endað aftur hér hjá Val. Það segir manni að landið og félagið á sérstakan stað í hjarta þínu. „Já ekki spurning. Ég kann mjög vel við mig hér. Það var auðvelt fyrir mig að aðlagast lífinu hér. Okkur fjölskyldunni líður eins og heima hjá okkur enda er hér margt eins og í Danmörku. Ég kann mjög vel við félagið og allt í kringum það.“ Haukur Páll Sigurðsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, spilaði með Patrick á sínum tíma og ber honum afar góða sögu. „Þetta er einn af þeim betri leikmönnum sem ég hef spilað með. Hann er bara magnaður,“ segir Haukur Páll. „Patrick hefur verið frábær síðan að hann kom til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Algjör happafengur fyrir Val. Ég man bara alltaf eftir fyrstu æfingunni hjá honum með okkur árið 2013. Við fórum þar í skotæfingu og maður sá að maður hefði ekki æft með svona framherja áður. Það var nánast allt inni hjá honum á þessum æfingum. Við vorum ótrúlega fegnir því að hann skyldi koma í Val og ég alltaf feginn að hann hafi komið aftur þegar að hann hefur farið út. Ótrúlega góður strákur og liðsfélagi, yndislegur gaur.“ Tvö hundruðasta leik Patrick Pedersen í efstu deild hér á landi má sjá í beinni útsendingu á Sýn Sport þegar að Stjarnan tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla klukkan korter yfir sjö. Besta deild karla Valur Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
„Þetta skiptir mig miklu máli, er stór áfangi að ná. Eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég bjóst klárlega ekki við því að spila tvö hundruð leiki hér. En hérna erum við þó. Tvö hundruð leikjum síðar.“ Patrick viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð það fyrir sér að ná þessum áfanga á Íslandi eftir að hafa komið fyrst til Vals á láni frá Danmörku árið 2013. „Planið hjá mér þá var að spila þessa tíu leiki sem eftir stæðu á tímabilinu og snúa svo aftur til Danmerkur sanna mig þar. Valur lagði hins vegar mikið í að ná mér eftir það tímabil, mér leið mjög vel hér og ákvað því að snúa aftur.“ Og þrátt fyrir að hafa samið við önnur lið erlendis inn á milli þá hefurðu alltaf endað aftur hér hjá Val. Það segir manni að landið og félagið á sérstakan stað í hjarta þínu. „Já ekki spurning. Ég kann mjög vel við mig hér. Það var auðvelt fyrir mig að aðlagast lífinu hér. Okkur fjölskyldunni líður eins og heima hjá okkur enda er hér margt eins og í Danmörku. Ég kann mjög vel við félagið og allt í kringum það.“ Haukur Páll Sigurðsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, spilaði með Patrick á sínum tíma og ber honum afar góða sögu. „Þetta er einn af þeim betri leikmönnum sem ég hef spilað með. Hann er bara magnaður,“ segir Haukur Páll. „Patrick hefur verið frábær síðan að hann kom til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Algjör happafengur fyrir Val. Ég man bara alltaf eftir fyrstu æfingunni hjá honum með okkur árið 2013. Við fórum þar í skotæfingu og maður sá að maður hefði ekki æft með svona framherja áður. Það var nánast allt inni hjá honum á þessum æfingum. Við vorum ótrúlega fegnir því að hann skyldi koma í Val og ég alltaf feginn að hann hafi komið aftur þegar að hann hefur farið út. Ótrúlega góður strákur og liðsfélagi, yndislegur gaur.“ Tvö hundruðasta leik Patrick Pedersen í efstu deild hér á landi má sjá í beinni útsendingu á Sýn Sport þegar að Stjarnan tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla klukkan korter yfir sjö.
Besta deild karla Valur Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira