Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ Aron Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 10:00 Patrick Pedersen er lykilmaður hjá Val og leikur í kvöld sinn 200. leik í efstu deild hér á landi. Hann nálgast markamet Tryggva Guðmundssonar. vísir/Anton Valsarinn Patrick Pedersen mun í kvöld komast í tvö hundruð leikja klúbbinn í efstu deild þegar Valur heimsækir Stjörnuna í Bestu deildinni. Stór áfangi sem skiptir Danann miklu máli. Upphaflega ætlaði hann sér að stoppa stutt við á Íslandi en hefur nú hrifist af landi og þjóð. „Þetta skiptir mig miklu máli, er stór áfangi að ná. Eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég bjóst klárlega ekki við því að spila tvö hundruð leiki hér. En hérna erum við þó. Tvö hundruð leikjum síðar.“ Patrick viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð það fyrir sér að ná þessum áfanga á Íslandi eftir að hafa komið fyrst til Vals á láni frá Danmörku árið 2013. „Planið hjá mér þá var að spila þessa tíu leiki sem eftir stæðu á tímabilinu og snúa svo aftur til Danmerkur sanna mig þar. Valur lagði hins vegar mikið í að ná mér eftir það tímabil, mér leið mjög vel hér og ákvað því að snúa aftur.“ Og þrátt fyrir að hafa samið við önnur lið erlendis inn á milli þá hefurðu alltaf endað aftur hér hjá Val. Það segir manni að landið og félagið á sérstakan stað í hjarta þínu. „Já ekki spurning. Ég kann mjög vel við mig hér. Það var auðvelt fyrir mig að aðlagast lífinu hér. Okkur fjölskyldunni líður eins og heima hjá okkur enda er hér margt eins og í Danmörku. Ég kann mjög vel við félagið og allt í kringum það.“ Haukur Páll Sigurðsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, spilaði með Patrick á sínum tíma og ber honum afar góða sögu. „Þetta er einn af þeim betri leikmönnum sem ég hef spilað með. Hann er bara magnaður,“ segir Haukur Páll. „Patrick hefur verið frábær síðan að hann kom til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Algjör happafengur fyrir Val. Ég man bara alltaf eftir fyrstu æfingunni hjá honum með okkur árið 2013. Við fórum þar í skotæfingu og maður sá að maður hefði ekki æft með svona framherja áður. Það var nánast allt inni hjá honum á þessum æfingum. Við vorum ótrúlega fegnir því að hann skyldi koma í Val og ég alltaf feginn að hann hafi komið aftur þegar að hann hefur farið út. Ótrúlega góður strákur og liðsfélagi, yndislegur gaur.“ Tvö hundruðasta leik Patrick Pedersen í efstu deild hér á landi má sjá í beinni útsendingu á Sýn Sport þegar að Stjarnan tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla klukkan korter yfir sjö. Besta deild karla Valur Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Þetta skiptir mig miklu máli, er stór áfangi að ná. Eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég bjóst klárlega ekki við því að spila tvö hundruð leiki hér. En hérna erum við þó. Tvö hundruð leikjum síðar.“ Patrick viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð það fyrir sér að ná þessum áfanga á Íslandi eftir að hafa komið fyrst til Vals á láni frá Danmörku árið 2013. „Planið hjá mér þá var að spila þessa tíu leiki sem eftir stæðu á tímabilinu og snúa svo aftur til Danmerkur sanna mig þar. Valur lagði hins vegar mikið í að ná mér eftir það tímabil, mér leið mjög vel hér og ákvað því að snúa aftur.“ Og þrátt fyrir að hafa samið við önnur lið erlendis inn á milli þá hefurðu alltaf endað aftur hér hjá Val. Það segir manni að landið og félagið á sérstakan stað í hjarta þínu. „Já ekki spurning. Ég kann mjög vel við mig hér. Það var auðvelt fyrir mig að aðlagast lífinu hér. Okkur fjölskyldunni líður eins og heima hjá okkur enda er hér margt eins og í Danmörku. Ég kann mjög vel við félagið og allt í kringum það.“ Haukur Páll Sigurðsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, spilaði með Patrick á sínum tíma og ber honum afar góða sögu. „Þetta er einn af þeim betri leikmönnum sem ég hef spilað með. Hann er bara magnaður,“ segir Haukur Páll. „Patrick hefur verið frábær síðan að hann kom til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Algjör happafengur fyrir Val. Ég man bara alltaf eftir fyrstu æfingunni hjá honum með okkur árið 2013. Við fórum þar í skotæfingu og maður sá að maður hefði ekki æft með svona framherja áður. Það var nánast allt inni hjá honum á þessum æfingum. Við vorum ótrúlega fegnir því að hann skyldi koma í Val og ég alltaf feginn að hann hafi komið aftur þegar að hann hefur farið út. Ótrúlega góður strákur og liðsfélagi, yndislegur gaur.“ Tvö hundruðasta leik Patrick Pedersen í efstu deild hér á landi má sjá í beinni útsendingu á Sýn Sport þegar að Stjarnan tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla klukkan korter yfir sjö.
Besta deild karla Valur Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira