Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dikembe Mutombo látinn

NBA goðsögnin Dikembe Mutombo er látinn 58 ára að aldri eftir baráttu við heilaæxli. NBA deildin greinir frá þessu í yfirlýsingu. 

Enginn „heims­endir“ verði Kefla­vík ekki Ís­lands­meistari

Keflavík er eitt þeirra liða í Bónus deild karla í körfubolta sem gerir hvað mest tilkall til Íslandsmeistaratitilsins á komandi tímabili. X-factorinn í liðinu frá því á síðasta tímabili, Remy Martin, er farinn en fólkið í kringum Keflavík ætlast til þess og býst við því að liðið verði meistari. Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, segir það hins vegar engan heimsendi standi Keflavík ekki uppi sem Íslandsmeistari.

Hamilton opnar sig um þung­lyndi og ein­elti: „Hafði engan til að tala við“

Sjö­faldi For­múlu 1 heims­meistarinn Lewis Hamilton hefur frá unga aldri glímt við þung­lyndi sam­hliða því að reyna skapa sér nafn og skara fram úr í mótor­sportheiminum. Í opin­skáu við­tali við The Times talar Hamilton um bar­áttu sína við þung­lyndi og opnar sig um ein­elti sem hann varð fyrir í skóla.

Taka inn nýjan mann eftir stutt stopp Franck í Þor­láks­höfn

Franski bakvörðurinn Franck Kamgain stoppaði stutt við í Þorlákshöfn eftir að hafa samið þar við lið Þórs fyrr í mánuðinum fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Hann hefur verið látinn fara en Þórsarar hafa nú þegar tekið inn nýjan mann fyrir hann. 

Ten Hag verði ekki rekinn

Breski miðilinn The Telegraph heldur því fram í morgun að staða Hollendingsins Erik ten Hag í starfi knattspyrnustjóra Manchester United sé örugg þrátt fyrir afleit úrslit að undanförnu. Ten Hag mætti snemma til vinnu í dag eftir þungt tap á heimavelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

Mögnuðu tíma­bili ný­liðans Clark lokið: „Get orðið miklu betri“

Ný­liða­tíma­bili stór­stjörnunnar Caitlin Clark í WNBA deildinni í körfu­bolta er lokið. Lið hennar, Indiana Fe­ver, féll úr leik í úr­slita­keppni deildarinnar í nótt. Clark hefur rifið deildina upp á annað plan í vin­sældum og um leið sett fjöldan allan af metum. Fram­haldið er afar spennandi. Ekki bara fyrir WNBA deildina. Heldur körfu­boltann í heild sinni.

Sjá meira