Fjallað er um áhuga Roma á Skagamanninum knáa í ítölsku miðlunum La Gazetta dello Sport og Leggo í dag. Þar segir að Frederic Massara, nýráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Roma, sé nú í óða önn við að setja saman lista yfir mögulegar viðbætur við leikmannahóp Roma fyrir komandi tímabil og að þar sé Hákon Arnar á lista.
Hákon Arnar hefur verið á mála hjá Lille síðan sumarið 2023 þegar að hann var keyptur frá FC Kaupmannahöfn eftir að hafa slegið í gegn þar.
Hjá Lille hefur Hákon Arnar spilað 76 leiki, skorað þrettán mörk og gefið tíu stoðsendingara og eftir að hafa sýnt mátt sinn og megin í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili var meðal annars fjallað um áhuga liða í ensku úrvalsdeildinni á kröftum hans.
Roma, eitt af stóru liðunum á Ítalíu, endaði í 5.sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og heldur inn í næsta tímabil undir stjórn nýs þjálfara, reynsluboltinn Gian Piero Gasperini sem hafði gert frábæra hluti með lið Atalanta er tekinn við þjálfun Roma af Claudio Ranieri.
Hákon Arnar virðist ekki vera eini Íslendingurinn sem Roma er að skoða, á dögunum var sagt frá áhuga félagsins á kröftum Alberts Guðmundssonar sem lék á láni hjá Fiorentina á síðasta tímabili frá Genoa en óvissa er uppi varðandi það hvar hann spilar á næsta tímabili.