Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rétt gíraður Eiður sé einn besti haf­sent landsins

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari ný­liða Vestra í Bestu deild karla í fót­­bolta segir nýjasta leik­mann liðsins. Reynslu­­boltann Eið Aron Sigur­björns­­son, vera þá týpu af leik­manni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög móti­veraður fyrir komandi tíma­bili með Vest­­firðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta haf­­sent deildarinnar.

Þýðingar­mikill leikur fyrir KR sýndur í beinni út­sendingu

Þýðingarmikill leikur Ármanns og KR í lokaumferð 1.deildarinnar í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld. Beri KR sigur úr býtum er endurkoma liðsins í efstu deild staðfest og deildarmeistaratitill 1.deildar sömuleiðis. 

Gylfi Þór hetjan síðast þegar Ís­land og Úkraína mættust

Ís­lenska karla­lands­liðið í fót­bolta mun á morgun leika hreinan úr­slita­leik gegn Úkraínu um laust sæti á komandi Evrópu­móti. Liðin hafa alls mæst fjórum sinnum í móts­leikjum. Gylfi Þór Sigurðs­son var hetja Ís­lands í síðustu viður­eign liðanna.

Guð­­­­mundur segist bara hafa sagt sann­leikann

Eyja­maðurinn Arnór Viðars­son gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tíma­bil í danska hand­boltanum og mun þar leika undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar. Arnór segir sím­tal frá Guð­mundi hafa mikið að segja í hans á­kvörðun að ganga til liðs við fé­lagið. Guð­mundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sann­leikann um fé­lagið.

Sven-Göran fær sína hinstu ósk upp­fyllta í dag: „Ég er mjög heppinn“

Sven-Göran Eriks­son, fyrrum lands­liðs­þjálfari Eng­lands og stuðnings­maður Liver­pool til lífs­tíðar, talaði um það á blaða­manna­fundi í gær hversu á­nægju­legt það sé fyrir sig að fá að stýra liði goð­sagna Liver­pool á Anfi­eld síðar í dag. Sven-Göran greindi frá því í janúar að hann hefði greinst með krabba­mein í brisi og að hann ætti væntan­lega innan við ár eftir ó­lifað.

Gapandi hissa á spurningu blaða­­manns: „Þið eruð allir blindir“

Þor­­steinn Hall­­dórs­­son, lands­liðs­­þjálfari ís­­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­­bolta, var gapandi hissa á spurningu frá blaða­manni á blaða­manna­fundi í höfuð­­stöðvum KSÍ í dag. Málið var ó­tengt opin­beruð á lands­liðs­hópi Ís­lands fyrir komandi leiki í undan­keppni EM. Heldur tengdist spurningin at­viki í leik Ís­lands og Ísrael í gær.

Sjá meira