Hætti við að hætta og varð bikarmeistari: „Súrealískt, líkt og í draumi“ Það er óhætt að segja að undanfarnir mánuðir hafi verið rússíbanareið fyrir Danero Thomas. Eftir að hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna í desember hætti hann við að hætta, gekk til liðs við Keflavík og vann sinn fyrsta stóra titil á Íslandi um nýliðna helgi. 26.3.2024 07:30
Rétt gíraður Eiður sé einn besti hafsent landsins Davíð Smári Lamude, þjálfari nýliða Vestra í Bestu deild karla í fótbolta segir nýjasta leikmann liðsins. Reynsluboltann Eið Aron Sigurbjörnsson, vera þá týpu af leikmanni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög mótiveraður fyrir komandi tímabili með Vestfirðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta hafsent deildarinnar. 25.3.2024 23:30
Þýðingarmikill leikur fyrir KR sýndur í beinni útsendingu Þýðingarmikill leikur Ármanns og KR í lokaumferð 1.deildarinnar í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld. Beri KR sigur úr býtum er endurkoma liðsins í efstu deild staðfest og deildarmeistaratitill 1.deildar sömuleiðis. 25.3.2024 16:11
Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25.3.2024 11:53
Gylfi Þór hetjan síðast þegar Ísland og Úkraína mættust Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun á morgun leika hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um laust sæti á komandi Evrópumóti. Liðin hafa alls mæst fjórum sinnum í mótsleikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Íslands í síðustu viðureign liðanna. 25.3.2024 09:01
Guðmundur segist bara hafa sagt sannleikann Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson gengur til liðs við efstu deildar lið Fredericia fyrir næsta tímabil í danska handboltanum og mun þar leika undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Arnór segir símtal frá Guðmundi hafa mikið að segja í hans ákvörðun að ganga til liðs við félagið. Guðmundur sjálfur segist bara hafa sagt Arnóri sannleikann um félagið. 25.3.2024 08:01
Sven-Göran fær sína hinstu ósk uppfyllta í dag: „Ég er mjög heppinn“ Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands og stuðningsmaður Liverpool til lífstíðar, talaði um það á blaðamannafundi í gær hversu ánægjulegt það sé fyrir sig að fá að stýra liði goðsagna Liverpool á Anfield síðar í dag. Sven-Göran greindi frá því í janúar að hann hefði greinst með krabbamein í brisi og að hann ætti væntanlega innan við ár eftir ólifað. 23.3.2024 11:00
Framundan úrslitaleikur við Úkraínu: „Erfitt að útskýra andrúmloftið“ Íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson ræðir við sérfræðinginn Kjartan Henry Finnbogason um íslenska sigurinn mikilvæga gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um laust sæti á EM 2024 í fótbolta og þá horfa þeir félagar fram til hreins úrslitaleiks gegn Úkraínu í Póllandi á þriðjudaginn kemur. 22.3.2024 19:01
Gapandi hissa á spurningu blaðamanns: „Þið eruð allir blindir“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gapandi hissa á spurningu frá blaðamanni á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Málið var ótengt opinberuð á landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Heldur tengdist spurningin atviki í leik Íslands og Ísrael í gær. 22.3.2024 14:01
Valgerður komin með nýjan og ósigraðan andstæðing Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir mun mæta Jordan Dobie í hringnum í River Cree spilavítinu í Kanada þann 24.maí næstkomandi. 22.3.2024 13:38