Ungmenni frömdu vopnað rán í Kringlunni Hópur ungmenna réðst að dreng í Kringlunni í gær og rændi hann síma. Hópurinn beitti kylfu í árásinni með alvarlegum afleiðingum. 12.12.2021 07:22
Myrti eiginkonu sína með því að keyra yfir hana David Turtle, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður frá Bournemouth á Englandi, hefur verið fundinn sekur fyrir frönskum dómstól um að hafa myrt eiginkonu sína. Morðvopnið var Mercedes Benz bifreið hans. 11.12.2021 14:50
Hádegisfréttir Bylgjunnar Sjúklingur lést á Landspítala vegna kórónuveirunnar í gær. Vernd af þremur skömmtum bóluefnis ætti að duga gegn ómíkron-afbrigðinu. Fjallað verður um stöðu mála í hádegisfréttum. 11.12.2021 12:00
Telur minnst fimmtíu af eftir hvirfilbyl í Kentucky Ríkisstjóri Kentucky telur að minnst fimmtíu manns hafi látist af völdum hvirfilbyljar sem herjaði á ríkið í gærkvöld. 11.12.2021 11:30
Lést af völdum Covid-19 á Landspítala Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. Þetta segir í tilkynningu á vef farsóttanefndar Landspítala. Um er að ræða 36. andlátið af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldurs. 11.12.2021 10:39
Veður spillir skíðahelginni í Bláfjöllum Unnt var að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum í fyrradag, fyrir jól í fyrsta skipti í nokkur ár. Svo virðist sem vongóðir skíðagarpar þurfi að bíða fram yfir helgi til að renna sér. 11.12.2021 09:20
Þungir dómar vegna eldsvoða sem varð 242 að bana Fjórir hafa verið dæmdir í fangelsi í Brasilíu vegna eldsvoða á skemmtistað sem varð 242 að bana árið 2013. 11.12.2021 08:32
Strætóslysið falli hugsanlega undir manndráp af gáleysi Andlát konu á sjötugsaldri, sem lést þegar hún varð fyrir strætisvagni, er rannsakað sem sakamál. 11.12.2021 07:50
Töluverður erill hjá lögreglu: Hópárás í miðbænum Nokkrir menn réðust að einum í miðbænum í gærkvöldi eða nótt. Maðurinn hlaut ekki alvarlega áverka en var þó fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir höfðu flúið vettvang þegar lögreglu bar að garði. Þetta segir í dagbók lögreglu en hún hafði í miklu að snúast í gærkvöldi og í nótt. 11.12.2021 07:25
Leynilögga á lista stofnanda IMDb yfir faldar perlur ársins Col Needham, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar IMDb, birti í dag lista yfir þær myndir sem hann telur ekki hafa fengið þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Hin íslenska Leynilögga er ein þeirra. 10.12.2021 21:54