Leynilögga á lista stofnanda IMDb yfir faldar perlur ársins Col Needham, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar IMDb, birti í dag lista yfir þær myndir sem hann telur ekki hafa fengið þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Hin íslenska Leynilögga er ein þeirra. 10.12.2021 21:54
Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021 Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi þegar hann mætti söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitum sænska Idol í kvöld. 10.12.2021 21:44
Fyrrverandi ráðherra hafi nauðgað eiginkonu sinni ítrekað Andrew Griffiths, fyrrverandi ráðherra og þingmaður breska íhaldsflokksins, nauðgaði fyrrverandi eiginkonu sinni, þingmanninum Kate Griffiths, ítrekað. Þetta segir í niðurstöðum forræðismáls sem hann höfðaði á hendur Kate. 10.12.2021 20:38
Blaðamannafélag Íslands gagnrýnir átta milljóna króna lækkun styrkja Blaðamannafélag Íslands hefur sent inn umsögn um fjárlagafrumvarpið sem nú er í meðferð Alþingis. Þar hvetur félagið fjárlaganefnd til að endurskoða fyrirætlanir um tveggja prósenta lækkun framlags til styrkja til einkarekinna fjölmiðla. 10.12.2021 19:44
Fjölskyldufaðir á Vesturlandi hreppti milljónirnar 110 Stærsti vinningur í sögu Happdrættis Háskóla Íslands gekk út í kvöld, heilar hundrað og tíu milljónir króna. Sá heppni er fjölskyldufaðir á Vesturlandi sem hefur verið áskrifandi að happdrættismiðum til fjölda ára. 10.12.2021 19:31
Hagnaður móðurfélags Rúmfatalagersins tæpir tveir milljarðar króna Samkvæmt ársreikningi Lagersins Iceland ehf. var rekstrarhagnaður félagsins 1.851 milljón króna árið 2021. Félagið rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og Ilvu. 10.12.2021 19:00
Michael Nesmith, söngvari og gítarleikari Monkees, látinn Michael Nesmith, söngvari og gítarleikari Monkees er látinn 78 ára að aldri. 10.12.2021 18:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fleiri kærur eru í undirbúningi á hendur lækni á Landspítalanum, sem grunaður er um að hafa borið ábyrgð á dauðsföllum fjölda sjúklinga sinna, að sögn lögmanns. Ellefu mál eru nú þegar til rannsóknar hjá lögreglu. Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að leggja mat á það hvort eðlilegt sé að læknirinn sé enn við störf á spítalanum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.12.2021 18:10
Hús Norðurslóðar rísi á Sturlugötu 9 Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um ráðstöfun lóðarinnar á Sturlugötu 9 til Norðurslóðar, húss Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar. 10.12.2021 17:41
Hart tekist á um fjölgun opinberra starfsmanna Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri SA, ræddu fjölgun opinberra starfsmanna, sem er mun meiri en þeirra á einkamarkaðnum, og afleiðingar þeirrar þróunar, á Sprengisandi í morgun. 5.12.2021 22:55