Þungir dómar vegna eldsvoða sem varð 242 að bana Árni Sæberg skrifar 11. desember 2021 08:32 242 léstust í eldsvoða á skemmtistaðnum Kiss Neco Varella/EPA Fjórir hafa verið dæmdir í fangelsi í Brasilíu vegna eldsvoða á skemmtistað sem varð 242 að bana árið 2013. Eldur kom upp á skemmtistaðnum Kiss í Santa Maria í Brasilíu árið 2013 eftir að meðlimir hljómsveitar, sem þar tróð upp, kveiktu á blysum á sviði. Frá blysunum barst eldur í loftklæðningu skemmtistaðarins sem var fljótt alelda, þá risu eiturgufur upp þegar klæðningin brann. Mikill troðningur var á staðnum og fór svo að 242 gestir og starfsmenn létu lífið, flestir vegna innöndunar reyks. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, Marcelo de Jesus dos Santos og Luciano Bonilha Leão, hafa nú verið dæmdir til átján ára fangelsisvistar vegna hluta þeirra í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Því fleiri inni, því betra“ Tveir eigendur skemmtistaðarins, Elissandro Spohr og Mauro Hoffmann, hlutu þyngri dóma. 22 og nítján ára fangelsi hvor um sig. Rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að engin slökkvitæki var að finna á Kiss og neyðarútgangar voru einungis tveir. Þá sagði Kátia Giane Pacheco Siqueira, starfsmaður Kiss sem lifði eldsvoðann af, að stefna skemmtistaðarins hafi verið „Því fleiri inni, því betra.“ Hún hlaut alvarleg brunasár á tæplega helming líkama síns. Fjórmenningunum hefur verið sleppt úr haldi þar sem þeir hafa allir áfrýjað málinu. Eldsvoðar á skemmtistöðum algengir Svo virðist vera sem algengara sé að mannskæðir eldsvoðar verði á skemmtistöðum en annars staðar. Í kjölfar eldsvoðans sem hér um ræðir tók AP fréttastofan saman lista yfir mannskæðustu skemmtistaðaeldsvoða sögunnar. Því miður er ljóst að nokkuð hefur bæst við þennan lista frá árinu 2013. Brasilía Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira
Eldur kom upp á skemmtistaðnum Kiss í Santa Maria í Brasilíu árið 2013 eftir að meðlimir hljómsveitar, sem þar tróð upp, kveiktu á blysum á sviði. Frá blysunum barst eldur í loftklæðningu skemmtistaðarins sem var fljótt alelda, þá risu eiturgufur upp þegar klæðningin brann. Mikill troðningur var á staðnum og fór svo að 242 gestir og starfsmenn létu lífið, flestir vegna innöndunar reyks. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, Marcelo de Jesus dos Santos og Luciano Bonilha Leão, hafa nú verið dæmdir til átján ára fangelsisvistar vegna hluta þeirra í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Því fleiri inni, því betra“ Tveir eigendur skemmtistaðarins, Elissandro Spohr og Mauro Hoffmann, hlutu þyngri dóma. 22 og nítján ára fangelsi hvor um sig. Rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að engin slökkvitæki var að finna á Kiss og neyðarútgangar voru einungis tveir. Þá sagði Kátia Giane Pacheco Siqueira, starfsmaður Kiss sem lifði eldsvoðann af, að stefna skemmtistaðarins hafi verið „Því fleiri inni, því betra.“ Hún hlaut alvarleg brunasár á tæplega helming líkama síns. Fjórmenningunum hefur verið sleppt úr haldi þar sem þeir hafa allir áfrýjað málinu. Eldsvoðar á skemmtistöðum algengir Svo virðist vera sem algengara sé að mannskæðir eldsvoðar verði á skemmtistöðum en annars staðar. Í kjölfar eldsvoðans sem hér um ræðir tók AP fréttastofan saman lista yfir mannskæðustu skemmtistaðaeldsvoða sögunnar. Því miður er ljóst að nokkuð hefur bæst við þennan lista frá árinu 2013.
Brasilía Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira