Þungir dómar vegna eldsvoða sem varð 242 að bana Árni Sæberg skrifar 11. desember 2021 08:32 242 léstust í eldsvoða á skemmtistaðnum Kiss Neco Varella/EPA Fjórir hafa verið dæmdir í fangelsi í Brasilíu vegna eldsvoða á skemmtistað sem varð 242 að bana árið 2013. Eldur kom upp á skemmtistaðnum Kiss í Santa Maria í Brasilíu árið 2013 eftir að meðlimir hljómsveitar, sem þar tróð upp, kveiktu á blysum á sviði. Frá blysunum barst eldur í loftklæðningu skemmtistaðarins sem var fljótt alelda, þá risu eiturgufur upp þegar klæðningin brann. Mikill troðningur var á staðnum og fór svo að 242 gestir og starfsmenn létu lífið, flestir vegna innöndunar reyks. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, Marcelo de Jesus dos Santos og Luciano Bonilha Leão, hafa nú verið dæmdir til átján ára fangelsisvistar vegna hluta þeirra í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Því fleiri inni, því betra“ Tveir eigendur skemmtistaðarins, Elissandro Spohr og Mauro Hoffmann, hlutu þyngri dóma. 22 og nítján ára fangelsi hvor um sig. Rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að engin slökkvitæki var að finna á Kiss og neyðarútgangar voru einungis tveir. Þá sagði Kátia Giane Pacheco Siqueira, starfsmaður Kiss sem lifði eldsvoðann af, að stefna skemmtistaðarins hafi verið „Því fleiri inni, því betra.“ Hún hlaut alvarleg brunasár á tæplega helming líkama síns. Fjórmenningunum hefur verið sleppt úr haldi þar sem þeir hafa allir áfrýjað málinu. Eldsvoðar á skemmtistöðum algengir Svo virðist vera sem algengara sé að mannskæðir eldsvoðar verði á skemmtistöðum en annars staðar. Í kjölfar eldsvoðans sem hér um ræðir tók AP fréttastofan saman lista yfir mannskæðustu skemmtistaðaeldsvoða sögunnar. Því miður er ljóst að nokkuð hefur bæst við þennan lista frá árinu 2013. Brasilía Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Eldur kom upp á skemmtistaðnum Kiss í Santa Maria í Brasilíu árið 2013 eftir að meðlimir hljómsveitar, sem þar tróð upp, kveiktu á blysum á sviði. Frá blysunum barst eldur í loftklæðningu skemmtistaðarins sem var fljótt alelda, þá risu eiturgufur upp þegar klæðningin brann. Mikill troðningur var á staðnum og fór svo að 242 gestir og starfsmenn létu lífið, flestir vegna innöndunar reyks. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, Marcelo de Jesus dos Santos og Luciano Bonilha Leão, hafa nú verið dæmdir til átján ára fangelsisvistar vegna hluta þeirra í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Því fleiri inni, því betra“ Tveir eigendur skemmtistaðarins, Elissandro Spohr og Mauro Hoffmann, hlutu þyngri dóma. 22 og nítján ára fangelsi hvor um sig. Rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að engin slökkvitæki var að finna á Kiss og neyðarútgangar voru einungis tveir. Þá sagði Kátia Giane Pacheco Siqueira, starfsmaður Kiss sem lifði eldsvoðann af, að stefna skemmtistaðarins hafi verið „Því fleiri inni, því betra.“ Hún hlaut alvarleg brunasár á tæplega helming líkama síns. Fjórmenningunum hefur verið sleppt úr haldi þar sem þeir hafa allir áfrýjað málinu. Eldsvoðar á skemmtistöðum algengir Svo virðist vera sem algengara sé að mannskæðir eldsvoðar verði á skemmtistöðum en annars staðar. Í kjölfar eldsvoðans sem hér um ræðir tók AP fréttastofan saman lista yfir mannskæðustu skemmtistaðaeldsvoða sögunnar. Því miður er ljóst að nokkuð hefur bæst við þennan lista frá árinu 2013.
Brasilía Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira