Almar leiðir lista Sjálfstæðismanna í Garðabæ Almar Guðmundson vann prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og leiðir því lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6.3.2022 09:25
Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. 5.3.2022 16:37
Sautján konur og einn karl á lista VG í Fjarðabyggð Anna Margrét Arnarsdóttir í Neskaupstað er oddviti á fyrsta lista Vinstri grænna í Fjarðabyggð, sem samþykktur var í dag. Athygli vekur að einungis einn karl er á listanum með sautján konum. 5.3.2022 15:54
Snjóskóflur, blásarar og sköfur seldust upp í illviðristíð Varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hversu illa viðraði á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Metfjöldi veðurviðvarana var gefinn út og snjó kyngdi niður. Illviðristíðin olli því að allur lager Húsasmiðjunnar af snjóskóflum, snjóblásurum og snjósköfum seldist upp í febrúar. 5.3.2022 15:04
Valdimar leiðir lista Framsóknar í Hafnarfirði Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna og varaformaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar skipar annað sæti listans. Alls bárust uppstillingarnefnd fjórtán framboð. 5.3.2022 14:18
Þrjú og hálft ár fyrir manndráp af gáleysi í Vindakórsmálinu Dumitru Calin hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi fyrir utan heimili hans í Vindakór í fyrra, auk marvíslegra annarra brota. 5.3.2022 13:29
Fjöldi flóttamanna gæti náð einni og hálfri milljón um helgina Nú þegar hefur 1,3 milljón flóttamanna flúð Úkráinu á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá upphafi innrásar Rússa í landið. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, telur fjöldann munu ná einni og hálfri milljón fyrir helgarlok. 5.3.2022 12:31
Óvíst hvort Rússar virði vopnahlé á allri útgönguleiðinni Unnið er að því að rýma borgirnar Maríupol og Volnovakha. Samið hefur verið um vopnahlé á ríflega tvö hundruð kílómetra leið frá borgunum til Zaporizhzhia í norðri en borgarráð Maríupol efast um að Rússar efni samninginn að fullu. 5.3.2022 10:36
Von á nýjum formanni Starfsgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson hefur tilkynnt að hann muni hætta sem formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess sem haldið verður í lok mánaðar. Hann hefur setið í formannsstól í tólf ár. 5.3.2022 09:11
Hafa ekki náð að bóka öll mál næturinnar sökum anna Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 85 mál eru skráð í dagbók lögreglu milli klukkan 17:00 og 05:00. Vegna anna hefur ekki enn tekist að bóka afgreiðslu allra mála. 5.3.2022 08:04