„Þetta er örast stækkandi flóttamannakrísa sem við höfum séð í Evrópu frá endalokum seinni heimstyrjaldar,“ segir hann í samtali við Reuters.
Þá segir hann þá sem þegar hafa flúið flesta fara til ættingja og vina sem þegar búi í Evrópu utan Úkraínu. Hann varar þó við að staðan gæti flækst þegar fleiri flóttamenn streyma frá Úkraínu.
Landamæri Póllands galopin
Af þeim 1,3 milljón manns sem flúð hafa Úkraínu hafa Pólverjar þegar tekið við 800 þúsund, að sögn Pawel Szefernaker, innanríkisráðherra Póllands. Ríflega eitt hundrað þúsund hafi komið til landsins síðastliðinn sólarhring.
Peter Szijjarto, utanríkisráherra Ungverjalands, segir liðlega 140 þúsund flóttamenn hafa komið til landsins.
Rúmenar hafa tekið við tæplega tvö hundruð þúsund flóttamönnum frá Úkraínu og búist er við því að rúmenska þingið samþykki fjáraukalög til að fjármagna hýsingu 70 þúsund manns á dag, að meðaltali, í þrjátíu daga.
Þá segir landamæralögregla Búlgaríu að 20 þúsund manns hafi komið til landsins síðustu tíu daga.