Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hafa ekki náð að bóka öll mál næturinnar sökum anna

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 85 mál eru skráð í dagbók lögreglu milli klukkan 17:00 og 05:00. Vegna anna hefur ekki enn tekist að bóka afgreiðslu allra mála.

Kjarn­orku­mengun myndi ekki berast hingað og ó­þarfi að hamstra joð

Geislavarnarstofnanir Norðurlandanna fylgjast grannt með stríðinu í Úkraínu. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessu eftirliti er starfsfólk Geislavarna ríksins. Viðbúnaðarstjóri stofnunarinnar segir alls ekki búist við að kjarnorkumengun finnist hér á landi ef komi til kjarnorkuslyss í Úkraínu.

Einar vill fyrsta sæti hjá Fram­sókn í borginni

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður, tilkynnti rétt í þessu að hann gefi kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann gefur einn kost á sér í fyrsta sætið.

Loka fyrir sam­fé­lags­miðla í Rúss­landi

Rússneska fjarskiptastofnunin Roskomnadzor hefur ákveðið að loka fyrir aðgang að Facebook og Twitter í landinu. Svo virðist sem yfirvöld í Moskvu ætli að einangra landið algjörlega á netinu.

Hafi farið eftir leið­beiningum við ó­lög­mæta skipun ráðu­neytis­stjóra

Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta.

Al­sæla finnist í kampa­víni

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um tilvik þar sem kampavíni hefur verið skipt út fyrir vímuefnið alsælu eða MDMA í þriggja lítra flöskum merktum Moét & Chandon Ice Imperial. Einn hefur látist við að drekka úr slíkri flösku en kampavínið er ekki selt hér á landi.

Ríkið sýknað af tug­milljóna kröfu Barkar

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sýknu íslenska ríkisins af tugmilljóna króna skaðbótakröfu Barkar Birgissonar. Börkur krafðist bóta vegna vistunar á öryggisgangi á Litla-Hrauni í eitt og hálft ár.

Sjá meira