Kjarnorkumengun myndi ekki berast hingað og óþarfi að hamstra joð Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 4. mars 2022 23:30 Gísli Jónsson er viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríkissins. Stöð 2/Bjarni Geislavarnarstofnanir Norðurlandanna fylgjast grannt með stríðinu í Úkraínu. Á meðal þeirra sem taka þátt í þessu eftirliti er starfsfólk Geislavarna ríksins. Viðbúnaðarstjóri stofnunarinnar segir alls ekki búist við að kjarnorkumengun finnist hér á landi ef komi til kjarnorkuslyss í Úkraínu. Viðbúnaður Geislavarna ríkisins hefur ekki verið aukinn vegna stöðunnar sem komin er upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Eftirlit og samstarf milli þeirra aðila sem vakta geislamengun í Evrópu hefur hins vegar verið aukið. Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríksins, segir að ef komi til kjarnorkuslyss eða jafnvel kjarnorkusprengingar í Úkraínu muni langur tími líða þar til áhrif þess mælist hér á landi. „Það er dálítið erfitt að segja til hversu langan tíma það tæki, það fer allt eftir veðri. En ef við tökum dæmi af Fukushima slysinu tók kringum tíu daga að mæla einhvern snefil af menguninni þaðan hérna á Ísland,“ segir hann. Hann segir starfsfólk Geislavarna alls ekki búast við miklum áhrifum hér á landi ef kæmi til geislamengunar í Úkraínu, fjarlægðin sé einfaldlega svo mikil. Þá segir hann algjörlega óþarfi að fólk hamstri joðtöflur, en nokkuð hefur borið á því undanfarna daga. „Varasamasta geislavirka joðið hefur helmingunartíma upp á átta daga. Ef það kæmi upp eitthvað atvik í Úkraínu þá væri stór hluti af því bara búið að brotna niður áður en það kæmi til landsins. Það er ekki þörf fyrir fólk að hamstra,“ segir Gísli. Gísli sýndi mælitæki Geislavarna ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Viðbúnaður Geislavarna ríkisins hefur ekki verið aukinn vegna stöðunnar sem komin er upp vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Eftirlit og samstarf milli þeirra aðila sem vakta geislamengun í Evrópu hefur hins vegar verið aukið. Gísli Jónsson, viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríksins, segir að ef komi til kjarnorkuslyss eða jafnvel kjarnorkusprengingar í Úkraínu muni langur tími líða þar til áhrif þess mælist hér á landi. „Það er dálítið erfitt að segja til hversu langan tíma það tæki, það fer allt eftir veðri. En ef við tökum dæmi af Fukushima slysinu tók kringum tíu daga að mæla einhvern snefil af menguninni þaðan hérna á Ísland,“ segir hann. Hann segir starfsfólk Geislavarna alls ekki búast við miklum áhrifum hér á landi ef kæmi til geislamengunar í Úkraínu, fjarlægðin sé einfaldlega svo mikil. Þá segir hann algjörlega óþarfi að fólk hamstri joðtöflur, en nokkuð hefur borið á því undanfarna daga. „Varasamasta geislavirka joðið hefur helmingunartíma upp á átta daga. Ef það kæmi upp eitthvað atvik í Úkraínu þá væri stór hluti af því bara búið að brotna niður áður en það kæmi til landsins. Það er ekki þörf fyrir fólk að hamstra,“ segir Gísli. Gísli sýndi mælitæki Geislavarna ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira