Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Björn og Rut verðlaunuð

Hjónunum Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni að Kvoslæk í Fljótshlíð voru veitt Menningarverðlaun Suðurlands á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið er á fjarfundi í gær og í dag.

Ríkisstjórnin ræðir minnisblað Þórólfs

Ríkisstjórnin kemur saman í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 9:30 í dag til fundar. Á dagskrá er meðal annars minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra síðdegis í gær.

Kristmann Eiðsson látinn

Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans.

Umdeilda KSÍ auglýsingin verðlaunuð

Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar þar sem griðungur, gammur, dreki og bergrisi, landvættirnar fjórar, voru í forgrunni.

Róbert Trausti látinn

Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, fréttastjóri og forsetaritari er látinn. Róbert lést á líknardeild Landspítalans þann 23. október síðastliðinn, 69 ára að aldri.

Sjá meira