„Kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 15:38 Katla Marín deilir mynd af Lindu ömmu sinni í uppáhaldsgarðinum hennar að horfa á sólina setjast að kvöldi til. Fjölskyldan eigi endalaust af fallegum minningum í íbúðinni sem hún haldi fast í. Katla Marín Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan hefur efnt til söfnunar og vonar að amman verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. Það var á níunda tímanum á mánudagskvöld sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi í Stararima í Grafarvogi. Eldur kviknaði í kjallara hússins þar sem Linda Bragadóttir býr. Enginn slasaðist en íbúðin í kjallara er gjörónýt. „Þegar ég hélt að árið 2020 gæti ekki orðið verra þá kviknar í heima hjá ömmu minni. Íbúðin brann til kaldra kola og hver einasti hlutur inni í íbúðinni, allt ónýtt. Ég kalla það kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn, út úr litlu íbúðinni sinni,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu. Hafði mestar áhyggjur af arfi barna og barnabarna „En eftir standa brotin hjörtu í miklu áfalli. Elsku amma mín, ég hef aldrei áður séð hana eins leiða og það sem hún hafði mestar áhyggjur var, að nú gætum við ekki erft hlutina hennar.“ Frá starfi slökkvuliðs á mánudagskvöldið í Stararrima.Vísir/Sunna Karen Katla Marín segir alla afar þakkláta að amma Linda hafi sloppið heil úr eldinum. Amma hennar eigi ekkert lengur nema náttfötin sín sem hún klæddist þegar eldurinn kviknaði. Hún sé ein hjartahlýjasta sál jarðarinnar, gjafmild og öllum góð. Illt í hjartanu „Ég brast óteljandi oft í grátur á mánudagskvöld og gærdag, því ég og öll fjöldkyldan erum í tilfinningarússíbana. Elsku amma mín er á lífi, en greyið átti ekkert nema náttfötin sín eftir brunann. Ég spurði ömmu hvort henni væri illt, hún svaraði „bara í hjartanu“ og brast í grát.“ Fjölskylda Lindu hefur tekið sig saman og efnir til söfnunar. Þar ætla vinkonur, kunningjar, frænkur, áhrifavaldar, verslanir, vinnufélagar og fleira gott fólk að hjálpa. „Ég er meyr og þakklát fyrir allan þann stuðninginn sem við fjölskyldan höfum fengið. Vá hvað máttur fólks er mikill og vá hvað fólk er tilbúnir til þess að gefa af sér, hjálpa og senda hlýja strauma. En það er löng leið framundan, andlega og veraldlega. Við fjölskyldan hjálpumst að alla leið! og ég trúi því að í desember eigi amma litla jólalega íbúð, með helling af nýbökuðum smákökum til að bjóða upp á.“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339 Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42 Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Barnabarn konu sem missti allt sitt í bruna í Rimahverfi á mánudagskvöld segir kraftaverk að amma hennar hafi sloppið út úr íbúð sinni. Fjölskyldan hefur efnt til söfnunar og vonar að amman verði komin með jólalegan samastað innan tíðar. Það var á níunda tímanum á mánudagskvöld sem allt tiltækt slökkvilið var kallað út að íbúðarhúsi í Stararima í Grafarvogi. Eldur kviknaði í kjallara hússins þar sem Linda Bragadóttir býr. Enginn slasaðist en íbúðin í kjallara er gjörónýt. „Þegar ég hélt að árið 2020 gæti ekki orðið verra þá kviknar í heima hjá ömmu minni. Íbúðin brann til kaldra kola og hver einasti hlutur inni í íbúðinni, allt ónýtt. Ég kalla það kraftaverk að elsku amma mín náði að forða sér í gegnum eldinn, út úr litlu íbúðinni sinni,“ segir Katla Marín Stefánsdóttir, barnabarn Lindu. Hafði mestar áhyggjur af arfi barna og barnabarna „En eftir standa brotin hjörtu í miklu áfalli. Elsku amma mín, ég hef aldrei áður séð hana eins leiða og það sem hún hafði mestar áhyggjur var, að nú gætum við ekki erft hlutina hennar.“ Frá starfi slökkvuliðs á mánudagskvöldið í Stararrima.Vísir/Sunna Karen Katla Marín segir alla afar þakkláta að amma Linda hafi sloppið heil úr eldinum. Amma hennar eigi ekkert lengur nema náttfötin sín sem hún klæddist þegar eldurinn kviknaði. Hún sé ein hjartahlýjasta sál jarðarinnar, gjafmild og öllum góð. Illt í hjartanu „Ég brast óteljandi oft í grátur á mánudagskvöld og gærdag, því ég og öll fjöldkyldan erum í tilfinningarússíbana. Elsku amma mín er á lífi, en greyið átti ekkert nema náttfötin sín eftir brunann. Ég spurði ömmu hvort henni væri illt, hún svaraði „bara í hjartanu“ og brast í grát.“ Fjölskylda Lindu hefur tekið sig saman og efnir til söfnunar. Þar ætla vinkonur, kunningjar, frænkur, áhrifavaldar, verslanir, vinnufélagar og fleira gott fólk að hjálpa. „Ég er meyr og þakklát fyrir allan þann stuðninginn sem við fjölskyldan höfum fengið. Vá hvað máttur fólks er mikill og vá hvað fólk er tilbúnir til þess að gefa af sér, hjálpa og senda hlýja strauma. En það er löng leið framundan, andlega og veraldlega. Við fjölskyldan hjálpumst að alla leið! og ég trúi því að í desember eigi amma litla jólalega íbúð, með helling af nýbökuðum smákökum til að bjóða upp á.“ Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339
Styrktarreikningur hefur verið opnaður á kennitölu ömmu Lindu. Hér eru upplýsingar um styrktarreikninginn: Rknr: 0537-14-005981 Kt: 250454-3339
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42 Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Einn fluttur á sjúkrahús í tengslum við eldsvoðann Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. 26. október 2020 22:42
Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í Grafarvogi Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds sem kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi Grafarvogi. 26. október 2020 20:31