Kristmann Eiðsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 16:55 Kristmann Eiðsson Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans. Kristmann fæddist á Fáskrúðsfirði þann 27. maí árið 1936. Tveimur áratugum síðar lauk hann stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík. Um svipað leyti giftist hann Kristínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu sinni til rúmlega sextíu ára. Kristín var ræstingastjóri á Landspítalanum. Hún féll frá árið 2017. Kristmann hóf starfsferil sinn sem blaðamaður hjá Frjálsri þjóð á sjötta áratugnum. Hann vann við blaðamennsku af og til eftir það. Þá starfaði Kristmann í á fjórða áratug sem kennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Þar var enskukennsla í aðalhlutverki auk þess sem hann kenndi bæði íslensku og dönsku. Má ætla að þúsundir Íslendinga hafi hlotið leiðsögn Kristmanns í skólanum. Margir kannast við Kristmann fyrir þýðingar hans í Ríkissjónvarpinu. Þar þýddi hann marga af vinsælustu þáttum á dagskrá og má nefna Húsbændur og hjú sem dæmi. Þá hugkvæmdist honum að nefna erlendu þættina Holocaust Helförina. Fann hann þar gömlu íslensku orði nýja merkingu sem hefur síðan orðið virkt í tungumálinu. Kristmann hóf störf við þýðingar hjá Ríkisútvarpinu árið 1967 og starfaði fram á tíunda áratuginn. Kristmann lætur eftir sig fjögur börn, barnabörn og barnabarnabörn. Andlát Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Kristmann Eiðsson, kennari og þýðandi, er látinn 84 ára gamall. Kristmann lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október en kórónuveiran var banamein hans. Kristmann fæddist á Fáskrúðsfirði þann 27. maí árið 1936. Tveimur áratugum síðar lauk hann stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík. Um svipað leyti giftist hann Kristínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu sinni til rúmlega sextíu ára. Kristín var ræstingastjóri á Landspítalanum. Hún féll frá árið 2017. Kristmann hóf starfsferil sinn sem blaðamaður hjá Frjálsri þjóð á sjötta áratugnum. Hann vann við blaðamennsku af og til eftir það. Þá starfaði Kristmann í á fjórða áratug sem kennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Þar var enskukennsla í aðalhlutverki auk þess sem hann kenndi bæði íslensku og dönsku. Má ætla að þúsundir Íslendinga hafi hlotið leiðsögn Kristmanns í skólanum. Margir kannast við Kristmann fyrir þýðingar hans í Ríkissjónvarpinu. Þar þýddi hann marga af vinsælustu þáttum á dagskrá og má nefna Húsbændur og hjú sem dæmi. Þá hugkvæmdist honum að nefna erlendu þættina Holocaust Helförina. Fann hann þar gömlu íslensku orði nýja merkingu sem hefur síðan orðið virkt í tungumálinu. Kristmann hóf störf við þýðingar hjá Ríkisútvarpinu árið 1967 og starfaði fram á tíunda áratuginn. Kristmann lætur eftir sig fjögur börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Andlát Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Hópsýking á Landakoti Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira