Umdeilda KSÍ auglýsingin verðlaunuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 13:43 Í auglýsingunni birtist meðal annars griðungur sem hræðir vopnaða menn. Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar. Griðungur, gammur, dreki og bergrisi voru í forgrunni auglýsingarinnar þar sem lögð var áhersla á vættirnar fjórar sem vakið hafa yfir landinu og varið fyrir óvinum. Þingmenn lýstu yfir ólíkum skoðunum sínum á auglýsingunni. Á meðan Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinar, gagnrýndi auglýsinguna á meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði henni í hástert: „Flott merki og myndband!“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ sagði Guðmundur Andri. Í tilkynningu frá Brandenburg segir að auglýsingin hafi fengið verðlaun í stórum flokki íþróttatengdra verkefna (Clio Sports Winners) ásamt Nike, Budweiser, ESPN og Adidas. Hrafn Gunnarsson og Dóri Andrésson, hönnunarstjórar á Brandenburg, fagna verðlaununum. „Þetta er dálítið eins og að fá Grammy-verðlaunin í faginu. Ferlið var langt og strangt og talsverð áskorun en á sama tíma mjög gefandi og lærdómsríkt.“ segir Dóri. „Svo erum við auðvitað afar þakklát fyrir það traust sem KSÍ hefur sýnt okkur. Dálítið eins og í fótboltanum, liðsheildin skilaði þessu alla leið,“ bætir Hrafn við. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, tekur í sama streng. „Við erum auðvitað mjög ánægð með þessa viðurkenningu. Merkið sjálft hefur fengið frábærar viðtökur, hérlendis jafnt sem erlendis, og var auðvitað toppurinn á þeim ísjaka sem heildarendurskoðun vörumerkja KSÍ er.” Í tilkynningu frá Brandenburg segir að Clio verðlaunin, sem stofnuð voru 1959, séu með þeim virtustu á alþjóðavísu og keppi þar stærstu auglýsingastofur hvaðanæva að fyrir heimsþekkt vörumerki. Clio verðlaunin hljóti þau verk sem dómnefnd telur eftirtektarverð, faglega leyst og líkleg til að verða öðrum hvatning í faginu. Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið verðlaunuð fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu. Stofan vann verkefnið fyrir KSÍ og vakti auglýsingin mikil viðbrögð síðastliðið sumar. Griðungur, gammur, dreki og bergrisi voru í forgrunni auglýsingarinnar þar sem lögð var áhersla á vættirnar fjórar sem vakið hafa yfir landinu og varið fyrir óvinum. Þingmenn lýstu yfir ólíkum skoðunum sínum á auglýsingunni. Á meðan Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinar, gagnrýndi auglýsinguna á meðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði henni í hástert: „Flott merki og myndband!“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ sagði Guðmundur Andri. Í tilkynningu frá Brandenburg segir að auglýsingin hafi fengið verðlaun í stórum flokki íþróttatengdra verkefna (Clio Sports Winners) ásamt Nike, Budweiser, ESPN og Adidas. Hrafn Gunnarsson og Dóri Andrésson, hönnunarstjórar á Brandenburg, fagna verðlaununum. „Þetta er dálítið eins og að fá Grammy-verðlaunin í faginu. Ferlið var langt og strangt og talsverð áskorun en á sama tíma mjög gefandi og lærdómsríkt.“ segir Dóri. „Svo erum við auðvitað afar þakklát fyrir það traust sem KSÍ hefur sýnt okkur. Dálítið eins og í fótboltanum, liðsheildin skilaði þessu alla leið,“ bætir Hrafn við. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, tekur í sama streng. „Við erum auðvitað mjög ánægð með þessa viðurkenningu. Merkið sjálft hefur fengið frábærar viðtökur, hérlendis jafnt sem erlendis, og var auðvitað toppurinn á þeim ísjaka sem heildarendurskoðun vörumerkja KSÍ er.” Í tilkynningu frá Brandenburg segir að Clio verðlaunin, sem stofnuð voru 1959, séu með þeim virtustu á alþjóðavísu og keppi þar stærstu auglýsingastofur hvaðanæva að fyrir heimsþekkt vörumerki. Clio verðlaunin hljóti þau verk sem dómnefnd telur eftirtektarverð, faglega leyst og líkleg til að verða öðrum hvatning í faginu.
Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira